Vörulýsing
Þennan svalandi sólarvarnarúða má nota á allan líkamann til að öðlast frískandi raka sem vinnur gegn öldrunaráhrifum og ver húðina gegn útfjólubláum (UVA og UVB) geislum.
Hristu vel fyrir notkun. Haltu flöskunni 10–15 cm frá líkamanum og úðaðu jafnt yfir húðina. Þegar borið er á andlit eða yfir farða skal úða efninu í lófann fyrst og bera síðan á andlitið.
Nýi sólvarnarúðinn okkar fyrir allan líkamann færir þér frískandi upplifun sem er annað og meira en bara sólarvörn. Þessi ótrúlega fíngerði úði, með Uniforming Cool Shield-varnarhimnu, dreifist fallega og jafnt á alla húðina og færir samstundis ferskleika og raka. Tær, silkimjúk olíuslæða með breiðvirkri og vatnsþolinni vörn færir húðinni vernd gegn útfjólubláum (UVA og UVB) geislum og vinnur gegn sýnilegum merkjum um ótímabæra öldrun húðarinnar. Njóttu sólarinnar og gældu við skilningarvitin með frískandi ferskjuilmi, sem gott er að hafa með í töskunni og nota hvenær sem er yfir daginn. Nú geturðu baðað þig í geislum sólarinnar án óþæginda og með traustri vörn.
Notkunaiðbeiningar
Gættu þess vel að húðin sé þurr fyrir notkun. Hristu flöskuna vandlega. Haltu flöskunni 10–15 cm frá líkamanum og úðaðu jafnt yfir líkamann.
Gott er að úða fyrst litlu magni á hendurnar til að bera á andlitið. Berðu vöruna síðan gætilega á andlitið. Þú getur einnig notað vöruna yfir farða með því að fylgja skrefunum sem lýst er. Þessa vöru má auk þess nota fyrir hárið.
Berðu reglulega í hárið til að veita góða vörn, einkum eftir að hafa svitnað, farið í sund eða þurrkað hárið með handklæði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.