Vörulýsing:
Taktu sjálfstraust líkamans í þínar hendur. NuBODY er fyrsta örstraumstækið til heimanotkunar á líkama sem samþykkt er af Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) og veitir 5 mínútna líkamsmótandi rútínu sem sjáanlega tónar, stinnir og sléttir úr ásynd dælda fyrir sléttari útlínur.
NuBody er fyrsta örstraumstækið til heimanotkunar á líkama sem samþykkt er af Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) sem sjáanlega tónar og stinnir húð líkamans auk þess að stuðla að mótaðri útlínum. Einstök Micro-4-tækni vinnur á erfiðum svæðum til að hjálpa til við að slétta burt ásýnd dælda og ójafnrar húðar. Með hverri meðferð mun húð líkamans líta út og finnast orkumeiri og endurnærð svo þú getur tekið sjálfstraustið aftur í þínar hendur.
Helstu ávinningar:
-Hjálpar til við að tóna, stinna og slétta ásýnd dælda fyrir sléttari útlínur.
-Hydrating Aqua Gel hefur klínískt sannaða virkni til að veita samstundis og langvarandi raka í 24 klukkustundir.
-Hydrating Aqua Gel er samþykkt er af Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA) til að leiða örstraum frá NuFACE®-tækinu niður að vöðvunum.
-Einblínir á handleggi, læri, rasskinnar og maga.
Hvernig virkar það?
NuBODY frá NuFACE® örvar stærri svæði líkamans með mildum örstraumi til að tóna, stinna og slétta úr dældum fyrir sjáanlega sléttari útlínur. Hámarkaðu niðurstöðurnar með því að nota það með hinu nýja Hydrating Aqua Gel Microcurrent Activator sem samþykkt hefur verið af Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna (FDA).
VIRKJAST MEÐ…
NuFACE IonPlex™ er sérstök blanda af rafhlöðnum steinefnum til að næra húðina og flytja örstrauminn úr tækinu þínu niður í vöðvana.
VEITIR RAKA MEÐ…
Hýalúrónsýru sem gerir húðina þrýstnari og læsir raka í húðinni.
Jökulvatni sem hjálpar til við að koma jafnvægi á jónaumhverfið á yfirborði húðarinnar sem bætir rakaviðhald.
Notkunarleiðbeiningar:
Fyrstu 60 dagana skaltu nota tækið 5 sinnum í viku.
Eftir 60 daga skaltu nota tækið 2-3 sinnum í viku til að viðhalda árangrinum.
UNDIRBÚNINGUR:
Hreinsaðu meðferðarsvæðið. Berðu Hydrating Aqua Gel Activator í þykku lagi á borð við maska á eitt meðferðarsvæði í einu.
LYFTING:
Renndu NuBODY yfir meðferðarsvæðið samkvæmt leiðbeiningum. Til að slétta úr erfiðum dældum skaltu halda NuBODY á tilteknu svæði í allt að 5 mínútur (þar til tækið slekkur sjálfkrafa á sér).
AÐ LOKUM:
Nuddaðu því sem umfram er af rakagelinu inn í húðina fyrir rakameiri og ljómandi húð allan daginn.
FRÁBENDINGAR
Ekki nota tækið ef þú ert:
-yngri en 18 ára.
-ert þunguð.
-ert með gangráð og/eða rafeindaígræddan búnað.
-ert með flogaveiki/flog eða virkt krabbamein.
-hefur grunsamlegar eða forkrabbameins skemmdir.
– ekki nota yfir bólgin svæði eða opna húð.
SETTIÐ INNIHELDUR:
NuBODY Skin Toning Device
-NuFACE Hydrating Aqua Gel Microcurrent Activator 10 fl oz.
-Leiðarvísir og flýtileiðbeiningar.
-Spennubreyti.
NIÐURSTÖÐUR KLÍNÍSKRA RANNSÓKNA
92% kvenna sögðu húðina tónaðri.*
84% þátttakenda sögðu húð þeirra stinnari.*
80% þátttakenda sögðu húð þeirra sléttari.*
*Klínísk rannsókn NuBODY, niðurstöður eftir 60 daga. Ein miðstöð, ekki slembiraðað, eins arma rannsókn til að meta frammistöðu NuBODY Skin Toning Device til meðhöndlunar á vægum til miðlungs appelsínuhúð á lærum og rasskinnum (einstakar niðurstöður kunna að vera mismunandi.) Rannsóknarnúmer C17-D012.
HYDRATING AQUA GEL
Helstu innihaldsefni:
NuFACE IonPlex™: Sérstök blanda af rafhlöðnum steinefnum til að næra húðina og flytja örstrauminn úr tækinu þínu niður í vöðvana.
Hýalúrónsýra: Hjálpar til við að gera húðina sjáanlega þrýstnari og rakafyllta.
Jökulvatn: Hjálpar til við að halda ísótónísku jafnvægi húðarinnar til að viðhalda rakastigi fyrir heilbrigða og rakafyllta húð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.