Vörulýsing
Tvíhliða djúphreinsihanski frá MARC INBANE með Active Charcoal sem er þekkt fyrir djúphreinsandi eiginleika sína. Hanskinn er tilvalinn til að undirbúa húðina áður en brúnka er borin á, en hún endist lengur ef húðin er djúphreinsuð fyrst.
Notkunarleiðbeiningar
Notið hanskann á blauta eða raka húð með léttum hringlaga hreyfingum með sturtusápu að eigin vali. Hanskinn virkar einnig vel til að ná restum af gervibrúnku af húðinni.
Hættið notkun ef húðin verður ert. Notið ekki á sára húð, húðrof eða í andlit. Til að djúphreinsa andlit mælum við með djúphreinsinum með kornum frá MARC INBANE.
Skolið hanskann eftir notkun og látið þorna. Active Charcoal, virka efnið í hanskanum, minnkar með tímanum sem dregur úr virkni hanskans.
Um merkið
MARC INBANE er hágæða hollenskt snyrtivörumerki sem framleiðir lúxus húðvörur með áherslu á brúnkuvörur og eru þau frumkvöðlar á sínu sviði.
Hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MARC INBANE í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.
Stöðugur vilji okkar hjá MARC INBANE til að betrumbæta og þróa afurðir okkar gerir okkur kleift að vera í fremstu línu við að kynna nýjustu framfarir í heimi brúnkunnar. Vegna þessa hafa vörur okkar unnið til verðlauna um allan heim.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.