Lýsing
Settið inniheldur fulla stærð af GrandeLASH-MD augnháraserumi sem lengir og þykkir augnhárin, fulla stærð af GrandeDRAMA maskaranum sem þykkir og nærir augnhárin, auk ferðastærðar af GrandeBROW sem stuðlar að þéttari augabrúnum. Vottað af augnlæknum. Hentar bæði þeim sem nota linsur og eru með augnháralengingar
Notkunarleiðbeiningar
Leiðbeiningar – GrandeLASH-MD: Berið GrandeLASH á með einni stroku yfir augnlokið rétt við efri augnháralínuna líkt og þú myndir gera með fljótandi eyeliner. Athugið að bera vöruna á húðina næst augnhárunum en ekki á augnhárin sjálf. Notið vöruna daglega og gefið henni 1-2 mínútur til að þorna. Sökum lengdar vaxtarskeiðs augnháranna þarf að nota vöruna daglega í þrjá mánuði. Þegar æskilegum árangri er náð er kjörið að bera GrandeLASH á augnhárin annan hvern dag til viðhalds. Varist að serumið berist í augu. Ekki er mælt með að nota vöruna ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti, ert undir 18 ára aldri eða undirgengst lyfjameðferð. Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef roði eða erting kemur fram skaltu hætta að nota vöruna. Hafðu samband við lækni ef þú ert í meðferð vegna augnsjúkdóms. Lestu utan á umbúðir til að fá nánari upplýsingar.
Leiðbeiningar – GrandeBROW: Berið GrandeBROW á náttúrulega lögun augabrúnanna og einbeittu þér sérstaklega að gisnum og ofplokkuðum svæðum. Notaðu vöruna daglega og gefðu henni 1-2 mínútur til að þorna. Sökum lengdar vaxtarskeiðs augabrúnanna þarf að nota vöruna daglega í fjóra mánuði. Þegar æskilegum árangri er náð er kjörið að bera GrandeBROW á brúnirnar annan hvern dag til viðhalds. Varist að serumið berist í augu. Ekki er mælt með að nota vöruna ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti, ert undir 18 ára aldri eða undirgengst lyfjameðferð. Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef roði eða erting kemur fram skaltu hætta að nota vöruna. Hafðu samband við lækni ef þú ert í meðferð vegna augnsjúkdóms. Lestu utan á umbúðir til að fá nánari upplýsingar.













Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.