Vörulýsing
Lúxuskenndur krem-olíuhreinsir sem leysir upp farða, sólarvörn og óhreinindi. Við vatn breytist hann í freyðandi mjólkurkennda áferð sem skilur húðina eftir hreina og endurnærða – engin þörf á annarri hreinsun!
Öflug rakagefandi formúla með tvær tegundir C-vítamíns og mjólkursýru sem lýsir og sléttir án þess að raska rakavörn húðar. Inniheldur einnig grænt te, apríkósu-, sólblómaolíu og koloidíska hafra sem róa og næra húðina djúpt til að viðhalda jafnvægi.
VIRK INNIHALDSEFNI:
-
Tvær tegundir af C-vítamíni: Tetrahexyldecyl ascorbate & ascorbic acid – örva kollagen, lýsa húð og vinna gegn sindurefnum.
-
7-olíu blanda: castor olía, sólblóma- og apríkósuolía sem brjóta niður og leysa upp óhreinindi og förðun.
-
Koloidískir hafrar: Róandi og nærandi efni sem vernda og mýkja húðina.
-
Mjólkursýra (Lactic Acid): Örvar endurnýjun húðar, eykur virkni og bætir rakamyndun.
-
Þyrniberjaolía (Seabuckthorn): Rík af andoxunarefnum og fitusýrum – styrkir rakavörn og vinnur gegn bólgum.
-
Hýalúrónsýra: Veitir djúpan raka, dregur úr fínum línum og þurrki.
Fyrir hvern?
EF ÞÚ HEFUR: Daufleita, þurra og óhreina húð – notar farða og/eða sólarvörn daglega.
EF ÞÚ VILT: Rakagefandi og mildan hreinsir sem fjarlægir farða og sólarvörn í einni hreinsun og skilur húðina eftir ljómandi, róaða og hreina.
ÁRANGUR:
✔ 100% af farða og sólarvörn fjarlægð strax*
✔ 87% sáu bjartari húð eftir 2 vikur**
*Byggt á 2ja vikna klínískri rannsókn og könnun meðal 34 þátttakenda, 18–45 ára, Fitzpatrick húðgerð I–VI
Notkunarleiðbeiningar:
-
Farði & SPF: Berðu á þurra húð með þurrum fingurgómum, nuddaðu og bættu við vatni til að leysa upp farða og sólarvörn. Skolaðu vandlega og þurrkaðu með mjúkum klút.
-
Dagleg hreinsun: Berðu á þurra húð með rökkum fingrum, nuddaðu til að virkja hreinsun, skolaðu og þerraðu varlega.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.