Vörulýsing
Vinsælasti farðahreinsirinn frá Clinique. Silkimjúkur vaxkenndur hreinsir sem bræðir farða auðveldlega af húðinni – nú með afeitrandi japönskum kolum
Hentar þurri blandaðri til blandaðri feitri húð
Farðahreinsirinn inniheldur japönsk viðarkol sem afeitra og fjarlægja alla umfram olíu af húðinni. Leysir auðveldlega upp augn- og andlistfarða og sólarvörn. Afeitrar og hreinsar upp úr svitaholum og hjálpar til við að hreinsa óhreinindi, olíu, mengun og önnur óhreinindi af húðinni. Breytist úr föstu smyrsli í silkimjúka olíu við notkun. Hreinsar vandlega án þess að skilja eftir sig olíu eða fitu leifar
Notkunarleiðbeiningar
Notið fingurgómana til þess að nudda hreinsinum á þurrt andlitið. Hreinsið af með heitu vatni og þurrkið andlitið.