Vörulýsing
Clarins endurhannar „no make-up“-ásýndina með Skin Illusion Tinted Moisturizer. Þetta litaða dagkrem bætir húð þína í einu skrefi, með náttúrulegri þekju og ljómandi áferð.
Þökk sé tvíþættri virkni þess, sem förðunar- og húðvara, þá jafnar það yfirbragð húðarinnar og endurheimtir ljóma hennar. Að auki hjálpar formúlan til við að auka ljóma húðarinnar fyrir óviðjafnanlega útgeislun, með eða án farða.
Eftir fyrstu notkun bætir Skin Illusion Tinted Moisturizer húðina og dregur úr sýnileika svitahola, fínna lína og hrukkna. Með áframhaldandi notkun, þá verður húðin fallegri, þéttari ásýndar, ljómandi og sýnileiki svitahola minnkar. Létt áferð formúlunnar er ómerkjanleg og veitir sérlega þægilega tilfinningu.
Í hjarta sérfræðilegrar formúlunnar: Meira en 80% lífræn virk innihaldsefni og 94% húðvörugrunnur auk hýalúrónsýru með lága sameindaþyngd, sem stuðlar að auknum raka í húðinni. Skin Illusion Tinted Moisturizer býr einnig yfir SPF25 vörn og Clarins Anti-Pollution Complex.
Samstundis eftir ásetningu, þá tóku konur eftir:
+95%* samstundis ljómi
-48%* ásýnd svitahola
-37%* sýnilegar hrukkur & fínar línur
Eftir 28 daga, þá tóku konur eftir:
+63%** ljómi á berri húð
-32%** ásýnd svitahola
+37%** lyftari ásýnd
-24%** sýnilegar hrukkur & fínar línur
*Sjálfsmat á húð með farða, 102 konur, 28 daga notkun.
**Sjálfsmat á berri húð, 102 konur, 28 daga notkun.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.