Vörulýsing
Létt og áhrifaríkt andlitskrem þróað til að gefa húðinni langvarandi raka, koma á jafnvægi og draga úr sýnileika fínna lína. BL+ The Cream Light inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra efna sem róa, auka þéttleika og slétta áferð húðar.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX sem örvar nýmyndun kollagens og styrkir varnarlag húðar.
Fínar línur verða minna sýnilegar og jafnvægi kemst á húðina. Húðin verður rakafyllt, frísklegri og fær ljómandi yfirbragð.
Létt og mjúk áferð, formúla sem gengur hratt inn í húðina
Non-comedogenic, lokar ekki húðinni heldur andar vel
Prófað af húðlæknum
Án ilmefna
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
Hentar grænkerum
Hentar venjulegri, blandaðri eða olíukenndri húð. Getur einnig hentað þurri húð í heitara loftslagi eða húð kvenna sem ganga í gegnum hormónabreytingar breytingaskeiðsins.
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni og er afrakstur 30 ára rannsóknavinnu á Bláa Lóns vatninu.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
NÍASÍNAMÍÐ, vatnsleysanlegt B3-vítamín, hefur margvíslegan ávinning. Fyrirbyggir skemmdir af völdum útfjólublárra geisla, styrkir varnarlag húðarinnar auk þess að bæta húðtón og áferð.
SERAMÍÐ veita raka og bæta lípíðforða en þau fyrirfinnast náttúrulega í húðinni. Þau gegna mikilvægu hlutverki í varnarlagi húðarinnar og gera hana mýkri og sléttari.
HÝALÚRÓNSÝRA tryggir rakagjöf niður í dýpstu húðlögin svo húðin fær rakafyllt og slétt yfirbragð.
ALOE VERA, róandi og rakagefandi innihaldsefni sem nærir húðina.
PANTENÓL, vatnsleysanlegt B5-vítamín sem veitir raka og róar húðina.
Notkunarleiðbeiningar
Notið kvölds og morgna, eftir hreinsun, á andlit og háls.
Berið með léttum strokum upp á við.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.