Vörulýsing
Háþróað augnkrem sem sléttir, þéttir og verndar viðkvæmt augnsvæðið. BL+ Eye Cream inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra innihaldsefna sem örva kollagenframleiðslu í húð og draga úr ásýnd fínna lína og hrukkna. Silkimjúkt og nærandi krem sem gengur hratt inn í húðina og veitir endurnýjað og ljómandi yfirbragð.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX.
Viðkvæmt augnsvæðið verður þéttara, sléttara og betrumbættara. Sýnileiki fínna lína og hrukkna minnkar auk þess sem húðin verður nærðari og ljómameiri.
Ríkuleg og nærandi áferð
Gengur samstundis inn í húðina og undirbýr hana fyrir förðun
Prófað af húðlæknum
Án ilmefna
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
BAKÚSÍÓL 0.5%, innihaldsefni unnið úr fræjum Psoralea coryfolia-plöntunnar, hefur margvíslegan ávinning sem svipar til virkni retínóls. Það þéttir húðina, bætir áferð, húðtón og eykur ljóma.
NÍASÍNAMÍÐ, vatnsleysanlegt B3-vítamín, hefur margvíslegan ávinning. Fyrirbyggir skemmdir af völdum útfjólublárra geisla, styrkir varnarlag húðarinnar auk þess að bæta tón og áferð.
PANTENÓL, vatnsleysanlegt B5-vítamín, veitir raka og sefar húðina.
SERAMÍÐ veita raka og bæta lípíðforða en þau fyrirfinnast náttúrulega í húðinni. Þau gegna mikilvægu hlutverki í varnarlagi húðarinnar og gera hana mýkri og sléttari.
SKVALÍN hjálpar til við að innsigla raka í húðinni, nærir og endurheimtir mýkt.
Notkunarleiðbeiningar
Notið kvölds og morgna eftir hreinsun.
Berið lítið magn gætilega með baugfingri í hálfhring í kringum augun.
Byrjið við innri augnkrók undir auganu og að ytri augnkrók. Þaðan upp undir augnbein.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.