Ingunn Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur og förðunarfræðingur með mikinn áhuga á snyrtivörum og hári. Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík árið 2018 og úr Mood Makeup School árið 2014 með hæstu einkunn í sínum hóp. Eftir stúdent flutti hún til London til að sækja námskeið við fatahönnun og fatasaum í London College of Fashion. Samhliða námi hefur Ingunn unnið sjálfstætt við að farða fyrir myndatökur, brúðkaup og allskyns tækifæri. Árið 2016 byrjaði hún einnig að gera greiðslur sem hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og í dag starfar hún sjálfstætt við farðanir, greiðslur og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla.