Primer: Það MIKILVÆGASTA í snyrtibuddunni. Sjáðu af hverju!

 Margar konur sem ég farða segjast aldrei eða sjaldan nota farðagrunn, eða primer eins og hann er stundum kallaður. Margar segjast ekki alveg skilja hvað farðagrunnur gerir eða hvernig á að nota hann, og vilja bara halda sig við sína förðunar rútínu og finnst farðagrunnur óþarfi.

 „Primer“ þýðir í raun bara grunnur og skal hann vera fyrsta skrefið í förðunarrútínunni. Ég mæli með því gera húðrúntínuna vel á undan förðuninni, þannig að vörur eins og rakakrem fái að komast vel inn í húðina áður en farðagrunnur og farði er settur á. Þannig virka allar vörurnar best. Ég mæli einnig með því að farðagrunnurinn fái að sitja á húðinni í góðan tíma og gera sitt áður en farði er borinn á.

Einfaldast er að setja þetta svona upp:

  1. Húðrútína – beðið í hálftíma
  2. Farðagrunnur – beðið í allavega 15 mínútur
    (hér geri ég oftast augnförðunina á meðan)
  3. Farði, hyljari og svo framvegis borið á
  4. Setting sprey strax á eftir (fyrir fínni tilefni)

En hvað gerir þá farðagrunnur og af hverju má ALLS EKKI sleppa honum?

Sjáið bara muninn!

Hér á myndinni að ofan hef ég borið farða á appelsínu. Á efri part appelsínunnar var farðagrunnur borinn fyrst á. Á neðri hliðinni var enginn farðagrunnur borinn á, aðeins farði til þess að sýna ykkur muninn. Gott er að nota appelsínu sem dæmi þar sem að yfirborð hennar líkist yfirborði húðarinnar ef litið væri nær á húðholur húðarinnar. En það er einmitt hlutverk farðagrunnsins; að slétta yfirborð húðarinnar og fylla í þessar litlu húðholur þannig að farðinn fari betur á og til að húðin líti miklu jafnari og sléttari út. Auk þess hjálpar farðagrunnurinn við að halda farðanum mun lengur á.

Eins og þið sjáið á myndinni þá er hlið appelsínunnar þar sem að farðagrunnurinn var borinn á á undan töluvert sléttari og nánast engar “húðholur” sjást lengur! Einnig virðist farðinn berast betur á. Sama magn af farða var borið á báðar hliðar og farðinn virðist vera þéttari á þeirri hlið sem farðagrunnurinn er.

Þetta sýnir greinilega ástæðu þess að alls ekki skal sleppa því að “grunna” húðina, því að þó að farði geri vissulega mikið til að láta húðina líta betur út að þá gerir farðagrunnurinn alveg jafn mikið!

Hér á myndinni að neðan sjáið þið svo hvað gerðist þegar ég strauk létt yfir appelsínuna með blautþurrku – farðagrunnurinn situr eftir í “húðholunum” sem hann er búinn að fylla upp í –  sem er akkúrat hlutverk hans!

Ekki hafa áhyggjur af því að farðagrunnur stífli húðholur. Ef húðhreinsir er notaður við hreinsun losar hann farðagrunninn úr húðholunum og heldur húðinni í góðu ástandi.

Farðagrunnurinn sem ég notaði : Max Factor Smooth Miracle Primer

Farðinn sem ég notaði : Rimmel Wake Me Up Foundation

Farðagrunnar

Farðar

10.940 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
9.190 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
8.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
8.890 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
6.490 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
7.420 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
6.890 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.

Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:

Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *