Eitt heitasta trendið síðustu ár hefur verið að nota svampa, eins og t.d. Beautyblender og Miracle complexion frá Real Techniques, við förðun og hefur það trend algjörlega tekið yfir í förðunarheiminum. Þið hafið eflaust flest heyrt um þessa aðferð og gætuð jafnvel verið að nota hana sjálf. Hins vegar fæ ég reglulega spurningar um hvernig á að nota svampa við förðun. Mörgum langar að prófa að nota svamp en eru ekki viss um hvernig er best að nota þá eða einfaldlega hvernig á að nota þá yfir höfuð. Förðunarburstar hafa verið allsráðandi undanfarin ár og þegar svamparnir bættust við urðu margir óvissir um nákvæmlega hvernig skal nota þá. Hér eftir er því leiðarvísi til að fræða ykkur betur um notkun svampa sem svo margir spyrja mig um.
Af hverju eru svampar notaðir við förðun?
Svampar hafa lengi verið notaðir við förðun, alveg frá því um 1920 þegar Max Factor gaf út Pan-Cake makeup farðann sem átti bera á með litlum svamp. Svampar voru hins vegar ekkert sérstaklega vinsælir hjá almenningi, en förðunarfræðingar hafa þó ávallt notað svampa við vinnu sína.
Í langan tíma urðu engar framfarir á förðunarsvömpum og breyttust þeir ekkert í lögun eða áferð. Einu svamparnir sem voru notaðir voru þessir litlu þríhyrningslaga svampar sem aðeins fagmenn áttu.
Um 2010 með tilkomu Youtube og kennslumyndbanda í förðun kom bylgja af vinsældum förðunarbursta. Allir þurftu að eiga marga marga förðunarbursta til að ná réttu útliti. Nokkrum árum seinna, og þá sérstaklega með tilkomu Beautyblender og notkun hans á Youtube, varð algjör sprenging í vinsælum svampa við förðun. Hvert fyrirtækið á eftir öðru byrjaði að framleiða svampa og síðan þá eru hugmyndir okkar breyttar um form, útlit og notkun förðunarsvampa.
En hvers vegna urðu svampar svona vinsælir? Ef þeir eru rétt notaðir, geta svampar gefið húðinni áferð sem ekki er hægt að ná fram með förðunarburstum eða fingrum. Flestir segja að svampar séu mun betri til þess að blanda förðunina fullkomlega og þá sérstaklega farðann sjálfan og hyljara. Það þýðir að áferðin verður mun eðlilegri og gefi húðinni einhverskonar HD útlit, blurri allar ójöfnur og geri hana gullfallega.
Svampar
Hvaða vörur er hægt að nota með svampi?
Vinsælast hefur verið að nota svampa til þess að bera farða á húðina. Það er hins vegar hægt að nota svampa með nánast hvaða förðunarvöru sem er, sem er borin á húðina. Sumir förðunarfræðingar nota svampana til þess að preppa húðina og nota þá til að bera á rakakrem, primer og fleira.
Svampar eru frábærir til þess að nota fyrir farða og hyljara. Margir nota einnig svampa til þess að setja púður undir augun og á highligter svæði. Einnig væri hægt að nota svampana til þess að bera á kinnalit, sólarpúður og highlihgter í kremformúlum.
Á að nota svampinn blautan eða þurran?
Best er að nota svampinn rakann til þess að fá ljómandi útlit en þurran til þess að fá mikla þekju yfir ákveðin svæði. Oft er talað um að ef svampurinn er bleyttur að þá situr förðunarvaran ofan á svampinum og dregst ekki inn í hann og þannig þarf að nota minna af snyrtivörunni. Einnig þenst svampurinn út þegar hann er bleyttur og dreifir þannig vörunni betur.
Margir segja að varan berist mun betur á þegar svampurinn er rakur og þar af leiðandi blandist mun betur, án þess að skilja eftir línur á húðinni. Ég mæli sérstaklega með þessari aðferð ef þú ert með þurra eða blandaða húð. Passaðu hins vegar að svampurinn sé ekki of blautur! Hann skal vera rakur.
Þurra svampa er betra að nota ef maður ætlar að nota svamp til þess að hylja bólu til dæmis. Þá myndi ég bera hyljarann beint á bóluna og dúmpa síðan þurrum svampi ofan á til að jafna út og fá fulla þekju. Einnig er best að nota svampinn frekar þurran ef þú ert að setja á þig krem kinnalit eða highlighter til þess að trufla ekki farðann sem er nú þegar á húðinni.
Ef ég nota svampinn rakan – með hverju á ég að bleyta hann?
Í raun þarf ekki annað en vatn til þess að bleyta svampinn. Vatnið lætur svampinn þenjast út og gefur svo þessa fullkomu áferð á húðina.
Það er annars vegar hægt að bleyta svampinn með öðrum vörum. Til dæmis með setting spreyi. Ég bleyti oft svampinn með setting spreyi til þess að gera hann rakan en það lætur einnig förðunina endast mun lengur. Einnig er hægt að nota raka- og vítamín sprey til þess að gera svampinn rakann og þannig fær húðin extra búst og raka í leiðinni. Það hentar einstaklega vel fyrir þurra húð.
Sprey
Á að strjúka með svampinum eða stimpla?
Oftast er mælt með því að stimpla eða dúmpa svampinum á húðina. Það má samt líka strjúka svampinum meðfram húðinni – ég mæli þó aðeins með því ef að þú vilt einstaklega létta þekju.
Best er að dúmpa með svampinum fyrir óaðfinnanlegt útlit húðarinnar. Það er þó sniðugt að byrja á að dúmpa með svampinum á mitt andlitið (frá nefi og út á kinnar) og byrja síðan að strjúka með svampinum þegar þú kemur nær eyrunum, kjálkalínunni og enninu fyrir náttúrulegra útlit þar sem oftast þarf ekki mikla þekju á þessi svæði.
Hvernig á ég að þrífa svampinn?
Það eru til sérstakar sápur fyrir svampa eins og frá Beautyblender. Einnig er hægt að nota sápubar. Best er að byrja á að bleyta svampinn undir volgu vatni og kreista. Taktu síðan sápuna, bleyttu hana og nuddaðu þannig hún byrji að freyða aðeins. Nuddaðu síðan svampinum meðfram sápunni og passaðu að nudda öllum hliðum svampsins vel í sápuna. Kreistu síðan svampinn svo að sápan komist örugglega í gegnum miðju svampsins. Skolaðu svampinn svo undir vatninu og kreistu þangað til hann er alveg hreinn. Hvaða sápa sem er dugar en sápan mun hreinsa burt bakteríur, farða og fleiri óhreinindi í svampinum. Síðan þarf að passa að svampurinn þorni vel. Hér að neðan gef ég tips um hvernig er best að láta svampinn þorna!
Sápur og hylki
Mismunandi svampar
Það eru til margar mismunandi tegundir af svömpum! Bæði frá mismunandi fyrirtækjum en einnig í mismunandi stærðum, gerðum og áferðum.
Hinn týpíski förðunarsvampur er í lófastærð og er eggjalaga. Hann er einstaklega góður til þess að bera farða á þar sem hann er rúnaður og í góðri stærð fyrir andlitið.
Síðan er til mini útgáfa af þessum týpíska. Þá er best að nota til að bera hyljara undir augnsvæðið, taka í burtu roða í kringum nefið og fyrir nákvæmari vinnu, eins og hylja bólur.
Síðan eru til margir svampar í mismunandi formi. Sumir eru með hvassar brúnir sem eru þá góðir til þess að nota fyrir skyggingu andlitsins. Einnig hafa komið fram svampar með allskyns mismunandi áferðum, eins og til dæmis sílíkon svampar og trefjasvampar. Best er að lesa um hvern og einn, hvernig er best að nota þá og í hvaða tilgangi.
aðrir svampar
Tips og trix
- Þegar þú hefur bleytt svampinn fyrir notkun kreistu hann þá inni í eldhúspappír til að taka allt auka vatn úr honum svo að hann verði rakur og þá er hann tilbúinn fyrir notkun.
- Settu farðann eða förðunarvöruna á handarbakið og dýfðu svo svampinum í, frekar en að setja vöruna beint á svampinn. Þannig þarftu ekki að nota jafn mikið af vörunni .
- Það er best að þvo svampinn beint eftir notkun og þá er hann líka tilbúinn til að nota næst.
- Ef þú átt Beautyblender svamp þá er hægt að nota plasthylkið sem að hann kemur í í til þess að láta hann þorna eftir að hann er þrifinn. Þú einfaldlega setur svampinn (rúnaði endinn niður) ofan á plasthylkið sem hann kom í – hann mun passa fullkomlega og þorna best þannig. Einnig er komin ný vara frá Beautyblender sem að er sílikonhólkur sem að geymir 2 svampa.
- Ef þú átt öðruvísi svamp er frábært að nota eggjabakka til þess að láta svampana í og láta þá þorna þar.
- Ef þér finnst þú hafa notað aðeins of mikið af förðunarvöru, eins og kinnalit eða sólarpúðri til dæmis, er gott að nota þurran svamp til þess að strjúka létt yfir og það mýkir útlitið.
- Það er gott að nota svampa í húðrútínuna – til dæmis til þess að setja á sig serum, krem og annað. Þá koma óhreinir puttar, sem geta borið með sér bakteríur og óhreinindi, ekkert nálægt húðinni!
Mistök sem eru oft gerð við notkun svampa
- Ef þú ert að nota svampinn rakann passaðu að hann haldi sama sama rakanum allan tímann meðan þú ert að nota hann. Svampar eiga það til að þorna fljótt.
- Algeng mistök eru að setja of mikinn þrýsting á húðina þegar svampar eru notaðir. Það á ekki að þrýsta mjög fast á húðina heldur dúmpa létt en örugglega með svampinum yfir húðina til að bera vöruna á og blanda vel.
- Margir setja svampinn beint í snyrtitöskuna til að geyma hann í, en það eru mistök. Svampurinn verður að fá að þorna alveg fyrst og snyrtitaskan getur innihaldið óhreinindi og bakteríur. Þegar svampurinn er þornaður er best að setja hann aftur í hylkið sem hann kom í eða í poka eða eitthvað til að geyma hann í svo hann sé aðskilin frá öðru snyrtidóti
- Svampar duga því miður ekki að eilífu þannig að það eru mistök að skipta þeim ekki út reglulega. Með notkun mun áferð þeirra og lögun breytast þannig það skiptir máli að henda þeim þegar þeir eru orðnir vel notaðir og fjárfesta í nýjum.
Jóla Gjafasett frá Beautyblender
Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.
Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:
Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus