Við vitum öll að það er mikilvægt að vernda húðina okkar fyrir sólinni, en oft gleymist eitt mjög mikilvægt svæði – varirnar! Og það er einmitt þar sem Hello Sunday Tinted Lip Balm kemur til bjargar. Þessi dásamlegi varasalvi í litnum Mauve er ekki bara fallegur á vörunum, heldur er hann einnig vopnaður öflugri vörn með SPF50, sem verndar þig gegn skaðlegum geislum sólarinnar allan daginn.
Af hverju SPF fyrir varir?
Við erum flest meðvituð um að nota sólarvörn á andlitið og líkamann, en varirnar okkar eru jafn viðkvæmar fyrir sólinni og geta brunnið alveg eins og önnur húðsvæði. Með SPF50 verndar Hello Sunday Tinted Lip Balm varirnar þínar gegn UVA og UVB geislum, sem geta valdið ótímabærri öldrun og jafnvel húðkrabbameini. Og það besta? Þessi vara gefur ekki aðeins vörn – heldur gefur hún vörunum líka fallegum lit, áferð og raka. Liturinn Mauve er mjúkur, náttúrulegur fjólu-bleikur sem gefur vörunum náttúrulegt og fallegt útlit.
@megsbeautyedit SPF50 makeup? Yes please🤭💓 #hellosunday #spf50 #tintedlipbalm #lipbalm @Hello Sunday SPF
@hellosundayspf.es ¡Bálsamos labiales con color! Protege y dale color a tus labios Encuentralos en @PRIMOR #hellosuday #hellosubdayspf #spf #spfprotection #verano #cuidadodepiel #skincare #sol #verano2024☀️ #PielSana
Einhverjir hugsa kannski að varasalvi með sólarvörn sé algjör óþarfi svona í svartasta skammdeginu á Íslandi og ef þú átt ekki von á því að sjá sólina núna næstu mánuði þá skulum við samt skoða kosti þess að nota varasalva með sólarvörn yfir vetrartímann:
- Í fyrsta lagi þá er liturinn og áferðin æði – en ef það er ekki nóg:
- Þrátt fyrir að sólin virðist veik, eru UV-geislarnir til staðar allt árið. Ef þú stundar útivist eins og skíði eða göngur, ekki gleyma því að sólin endurspeglast af snjó og ís og það er alls ekki óalgengt að brenna á vörunum á blíðviðrissnjódögum. Varasalvi með SPF verndar varirnar gegn þessum skaðlegu geislum og dregur úr hættu á sólbruna og langtímaskemmdum.
- Forvörn gegn þurrki og sprungum: Blanda af köldum vindi, þurru lofti og snöggum hita og kuldabreytingum um íslenskan vetur getur valdið því að varirnar verða þurrar og sprungnar. Varasalvinn er mjög rakagefandi og hjálpar til við að læsa í rakann í vörunum og myndar vörn gegn þessum harðneskjulegu umhverfisþáttum.
- Vernd allt árið um kring: Skemmdir af völdum UV-geisla safnast upp með tímanum og varirnar eru viðkvæmari en önnur húðsvæði vegna minna melaníns. Með því að nota varasalva með SPF á veturna viðheldur þú stöðugri vernd allt árið og kemur í veg fyrir uppsafnaðar skemmdir.
Hello Sunday – Merkið sem hugsar um þig
Hello Sunday veitir alhliða sólarvarnir sem þú getur notað alla daga, í öllum veðrum – ekki bara á sólardögum á ströndinni! Það sem er einstakt við Hello Sunday er að vörurnar þeirra eru hannaðar til að vera hluti af daglegu rútínunni þinni, því skaðlegu geislarnir frá sólinni eru ávallt til staðar, jafnvel á skýjuðum dögum. Vörurnar eru líka vegan og cruelty-free, svo þú getur verið viss um að þú ert að velja skynsamlega fyrir þig og umhverfið.
Afsláttarkóðinn INSTANT gefur 20% afslátt af öllum vörunum í Bleika Beautyboxinu út desember 2024.