Feikaðu það – þangað til þú meikar það ! – hvar er sólin?

Undirrituð svaraði viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma sem bar yfirskriftina „Myndi aldrei ganga í húðlituðum fötum“. Árið var 2012 og ég hafði nefnilega ekki enn kynnst eða þorað að nota sjálfbrúnku. Ljósir jarðartónar fóru mér ekki vel því ég vildi ekki ganga í fötum sem voru alveg eins og ég á litin og létu mig líta út fyrir að þramma um bæinn nakin.

Margt hefur breyst á þeim tíma. Í fyrsta lagi þá þorði ég að prófa mig áfram með brúnkukrem, þó svo að ég sé líka ánægð með minn snjakahvíta lit, þá er mjög gaman að geta breytt til inn á milli. Ég hef algjörlega þurft að bíta í mig mína eigin fyrirsögn, því að í dag get ég svo sannarlega klæðst húðlitum fötum og jarðartónum, á meðan ég ber á mig brúnku. Einnig hefur margt breyst í sjálfbrúnkuheiminum, úrvalið er endalaust, formúlurnar eru mun betri og brúnkukrems lyktin er ekki eins mikil.

St. Tropez hefur lengi vel verið eitt allra vandaðasta og sterkasta sjálfbrúnkumerkið á markaðnum og er nýja Luxe Body Serumið þeirra sem leyndist í HYPE Beautyboxinu algjörlega framúrskarandi vara, því hún er svo miklu meira en bara „litur í krukku“. Formúlan er einstaklega rakagefandi og hvetur kollagen myndun húðinni. Luxe Body Serum inniheldur níasínamíð, hýalúronsýru og B5 vítamín sem hjálpa við að slétta, þétta og róa húðina, ásamt því að gefa henni fallegan sólkysstan ljóma.

Það sem gerir serumið enn betra er að það fer ótrúlega hratt inn í húðina, smitast ekki og það þarf ekki að skola það af. Það er því sem dæmi hægt að setja það á sig á morgni til, og halda út í daginn. Serumið hefur mildan ilm og inniheldur tækni sem dregur úr svokallaðri brúnkulykt. Formúlan gefur húðinni strax ljóma og raka og fallegur litur myndast á 4-8 klukkustundum. Þar sem að formúlan er svo rakagefandi þá helst brúnkan falleg extra lengi á líkamanum.

Og það veitir svo sannarlega ekki af, sérstaklega ekki hér á höfðuborgarsvæðinu þar sem sólin mætti láta sjá sig oftar.

St tropez Luxe línan

-40%
Original price was: 9.220 kr..Current price is: 5.532 kr..

Að okkar mati er liturinn dásamlegur, hann gefur hinn fullkomna lit og ljóma án þess að líta út fyrir að vera „brúnkulitur“. Hann hentar því vel þeim sem vilja fá þennan náttúrulega sólkyssta lit, en einnig er hægt að nota hann til þess lengja tímann á milli þess sem þú setur annað brúnkukrem sem gefur  meiri lit, eins og til dæmis Self Tan Luxe Whippe Créme Mousse.

Umheimurinn virðist vera sammála okkur því St. Tropez Luxe Body Serum hefur vakið þvílíka athygli á samfélagsmiðlum og rauk fyrsta sendingin út úr búðinni á met tíma. Serumið hefur líka strax unnið til nokkurra verðlauna, til dæmis Best Long Lasting Fake Tan of Summer hjá Cosmopolitan blaðinu og Best Self Tanner hjá Hollywood Life Beauty Awards.

Með í HYPE Beautyboxinu leyndist einmitt Luxe Tanning Mit ásetningarhanskinn sem er fullkominn til þess að bera brúnkuna á.

Ásetning

  • Þegar serumið er borið á þá mælum við með því að sprauta seruminu í Luxe Tanning hanskann og bera það á í hringlaga hreyfingum. Þar sem leiðandi liturinn í vörunni er frekar ljós þá mælum við með því að fara yfir lítið svæði í einu en ekki bera það á í löngum strokum yfir stór svæði í einu.
  • Þegar þú ert búin að bera serumið á líkamann, snúðu hanskanum við og renndu yfir húðina með þurrum hanskanum til þess að jafna út litinn.
  • Ljómaðu.

Sýnikennsla

Hér fyrir neðan má horfa á sýnikennsluna með Sif Bachmann sem fór yfir vörurnar í HYPE Beautyboxinu með okkur. Afsláttarkóðinn HYPE veitir 20% afslátt af vörunum í boxinu, þar til næsta box kemur út.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *