Face Halo er nýjasta viðbótin hjá Beautybox vefverslun. Face Halo er ástralskt merki en framleiðslan fer fram í Suður Kóreu. Á þessum tveimur árum sem Face Halo hefur verið í sölu hefur það unnið til ýmsa verðlauna og verið notað af frægum förðunarfræðingum. Andlit Face Halo er einmitt YouTube förðunarstjarnan, Chloe Morello.
Sjálfbærni er í fyrirstöðu hjá Face Halo en púðann má þvo allt að 200 sinnum og kemur hann í stað 500 hreinsiklúta. Það tekur hreinsiklúta 100 ár að brotna niður í náttúrunni. Einnig er tilvalið að nota púðann í stað bómullarhnoðra ef þú vilt nota hann með öðrum vörum.
Í sýnikennslunni sýni ég hvernig hægt er að nota Face Halo til að þrífa farða. Hera kom máluð til mín með farða, púður, maskara, augnblýant og varalit og sýndum við muninn á Face Halo og venjulegum þvottapoka.
Ég setti einnig „liquid lipstick“ á Heru til að sýna hversu vel Face Halo þrífur hann af, en fljótandi varalitir sem þorna getur reynst erfitt að þrífa af.
Það þarf aðeins að bleyta Face Halo með köldu/volgu vatni og strjúka svo yfir andlitið til þess að þrífa farða af. Það þarf ekki að skrúbba eða nudda heldur aðeins strjúka honum og allt fer af. Gott er að nota aðra hliðina fyrst og athuga svo með hreinu hliðinni hvort öll óhreinindi séu farin.
Face Halo virkar einstaklega vel á maskara og er öruggt að nota hann á augnháralengingar þar sem hann inniheldur engin skaðleg efni, aðeins vatn. Gott ráð er að halda púðanum yfir maskaranum í smá stund og strjúka svo. Ramminn sem er utan um Face Halo er svo til þess að það leki ekkert út fyrir.
Hér sjáið þið muninn á hversu vel Face Halo þrífur miðað við þvottapoka. Allt af með Face Halo en þvottapokinn dreifir maskaranum bara í húðina.
Hver pakkning inniheldur þrjú stykki af Face Halo púðanum. Einnig er til Face Halo Pro sem er eins að öllu leyti nema hann er svartur á litinn. Ég mæli einstaklega mikið með Face Halo fyrir förðunarfræðinga, ef þú notar plötu til að blanda farða eða hendina á þér þá er tilvalið að hafa Face Halo í kittinu til að þrífa óhreinindin fljótlega burt.
Við mælum með að þrífa Face Halo eftir hverja notkun með sápu og volgu vatni. Þetta eykur líftíma púðans. Einnig mælum við með að þvo hann 1-2 sinnum í viku í þvottavél, setja hann með ljósum eða hvítum þvotti og leyfa honum svo að þorna. Það má setja Face Halo í þurrkara, passið að það sé stillt á lágan hita, en til að viðhalda lögun er best að leyfa honum að þorna sjálfum.
Mikilvægt er að nota alls ekki mýkingarefni þegar Face Halo fer í þvottavélina.
Face Halo er vegan og cruelty free og endurvinnanlegur. Þegar það er kominn tími á nýjan Face Halo, þá þværðu hann og skilar honum aftur til Beautybox.
Face Halo
Módel: Hera Guðlaugsdóttir