Vörulýsing
Hvað er þetta? Er verið að sandblása húðina með grófum efnakristöllum? Það væri bæði úrelt og óþægileg aðferð. Með vörunni okkar hverfa dauðu húðfrumurnar, og nokkur ár í leiðinni, án minnstu ertingar.
Í kreminu er hrísgrjónasterkja, sem fágar og slípar og er frábær til að fjarlægja hægvirkar frumur, jafna óslétt svæði og lagfæra húðskaða og mislitun. Sítrónuolían setur ferlið af stað með hvelli og gefur fallegan ljóma. Hér er svo annað sem virkilega vinnur gegn öldrun: Sameindir sem geta skaðað húðina þorna upp. Og samhliða því sefar aloe vera húðina og fyllir hana vellíðan.
Það er ekkert sem er óþægilegt, engin aukaskref, ekkert flækjustig. Árangurinn er engu líkur. Fínu línurnar virðast minnka verulega. Húðin er fallega slípuð, slétt og geislandi. Frísklegur ilmur af bergamót og piparmyntu hjálpar þér að sjá björtu hliðarnar á lífinu.
Vörurnar okkar innihalda ekki: Paraben, þalöt, natríumlárýlsúlfat (SLS), própýlenglýkól, jarðefnaolíur, DEA, vaselín, paraffín, pólýetýlenperlur, formaldehýð eða dýraafurðir, nema hunang og bývax, sem valda dýrum engum skaða.
Meira um Origins
Vörurnar frá Origins eru náttúrulegar og framleiddar án parabena, phthalates, propylene glycol, mineral olía, PABA, peetrolatum, parrafin og DEA
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.