Vörulýsing
Skinchanging Body Essentials gjafasettið inniheldur tvær mest seldu vörurnar frá Bodyologist sem koma jafnvægi á starfsemi húðarinnar og bæta áferð og ásýnd hennar.
Vörurnar eru báðar fullar af virkum innihaldsefnum. Þær má bæði nota saman og í sitthvoru lagi en saman vinna þær við að draga úr einkennum öldrunar í húðinni eins og litabreytingum, örva endurnýjun húðfrumnanna og kollagen framleiðslu hennar, draga úr roða og stuðla að heilbrigðari og mýkri húð.
Gjafasettið inniheldur Instant Booster Body Serum og Night Glove Body Cream. Vörurnar stuðla að jafnara PH gildi húðarinnar, vörurnar eru 100% vegan og innihalda 93-97% náttúruleg innihaldsefni.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu þunnt lag af serumi á allan líkamann, helst á raka húð. Til að loka rakann inni og hámarka áhrifin er gott að bera krem eins og Night Glove á líkamann. Einnig er hægt að blanda Instant Booster við líkamskrem og bera á líkamann.
Mikilvægt að nota sólarvörn ef húðin er í snertingu við sól.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.