Vörulýsing
Þetta öfluga krem er hannað með nýstárlegri og virkri 12% blöndu seramíða sem hjálpa til við að viðhalda raka í húðinni svo hún virkar mýkri ásýndar. Kremið er tilvalið fyrir þroskaða húð sem þarf aukna umhyggju. Formúlan er að auki samsett með forlífsvirku bíólíni og aselaínsýru sem styðja við elastínframleiðslu húðarinnar og endurheimta náttúrulegt jafnvægi hennar. Ríkuleg lúxusáferðin hentar best þroskaðri húð sem gæti hafa orðið fyrir tapi á stinnleika og býr yfir fínum línum og ójöfnum húðtóni.
Hvað er í formúlunni? Formúlan okkar er einstök vegna þess að hún inniheldur tilbúin seramíð sem eru stöðugri, betri fyrir náttúruna og geta veitt húðinni raka. Að auki líkja tilbúin seramíð betur eftir samsetningu náttúrulegra lípíða og náttúrulegri uppbyggingu húðarinnar samanborið við seramíð úr plöntum. Vörurnar búa einnig yfir öðrum húðbætandi og virkum innihaldsefnum á borð við aselaínsýru, sem er öflugt andoxunarefni og býr yfir hæfni til að bæta áferð húðarinnar, níasínamíði, sem jafnar húðtón, og glýserín til að hjálpa húðinni að halda raka.
Ilmlaus/Hentar viðkvæmri húð/Vegan/„Cruelty-free“.
Klínískt prófað:
Klínískt sannað að það auki raka húðarinnar um allt að 141,34% á 4 vikum.*
Klínískt sannað að það bætir áferð húðarinnar og tilfinningu um allt að 55% á 4 vikum.*
Klínískt sannað að það eykur stinnleika og teygjanleika húðarinnar á aðeins 4 vikum.*
Neytendaprófanir: 100% eru sammála því að húðin þeirra virki sléttari eftir að hafa notað þessa vöru í 4 vikur.*
97% eru sammála því að húðin þeirra hafi aukinn teygjanleika eftir notkun í 4 vikur.*
91% eru sammála því að þessi vara hafi dregið úr sýnilegum öldrunarmerkjum eftir notkun í 4 vikur.*
Hvernig virkar formúlan?
5% SK-Influx® V MB-seramíðblanda með AP, NP og EOP: Endurheimtir virkni varnarlags húðarinnar og sýnt hefur verið fram á að blandan dragi verulega úr vökvatapi húðarinnar (TEWL), sem styður við viðgerð á efra lagi húðarinnar.
4% skvalín: Hjálpar til við að koma í veg fyrir rakatap svo húðin fær heilbrigða og rakameiri ásýnd.
2% aselaínsýra: Náttúruleg sýra sem býr yfir yfir léttri virkni til að leysa upp dauðar húðfrumur, hjálpar til við að leysa upp stíflur í svitaholum og bætir yfirbragð húðarinnar. Einnig er þetta öflugt andoxunarefni og hjálpar til við að draga úr ásýnd misfellna.
Aselaínsýra „segir“ frumum á yfirborði húðarinnar hvernig þær eigi að haga sér og hvetur þær til að framleiða meira kollagen og elastín.
1,5% bíólín: Forlífssykra sem styður við örveruverndarflóru húðarinnar. Með bíólíni batnar örveruflóra húðarinnar og dregið er úr berfrymigerlum.
*Óháð klínísk rannsókn, prófað á 35 kven- og karlkyns sjálfboðaliðum á aldrinum 30-55 ára í 4 vikur.
Notkunarleiðbeiningar
Sem síðasta skrefið í rútínu þinni skaltu nudda kreminu á andlit og háls eftir hreinsun með Ceramide Fix Cleansing Balm og ásetningu Hyaluronic Fix Extreme4 Serum. Leyfðu vörunum að ganga að fullu inn í húðina.
Ráð: Tilvalið er að nota Ceramide Fix-vörulínuna okkar samhliða rakagefandi Hyaluronic Fix Extreme4-vörulínu okkar. Báðar hjálpa þær húðinni að viðhalda raka: Ceramide Fix með því að gera við varnarlag húðarinnar svo hún haldi betur raka og Hyaluronic Fix Extreme4 með því að bæta raka aftur inn í húðina og viðhalda honum. Seramíð hjálpa einnig til við að bæta þol húðarinnar fyrir virkum efnum, á borð við retínól, með því að styrkja varnarlagið. Notaðu Ceramide Fix Overnight Cream 12% á kvöldin þegar þú ert ekki að nota retínól til að halda húðinni heilbrigðri og nærðri.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.