Vörulýsing
Stylo Correct er leiðréttandi hyljarapenni. Formúlan lofar lýtalausri ásýnd þökk sé mikilli þekju og kremkenndri áferð sem blandast óaðfinnanlega. Samstundis veitir ljómandi mött áferðin þekju til að afmá misfellur og sjáanlega leiðrétta litamisfellur. Stylo Correct inniheldur meðal annars bensósýru og alfa-bisabolol svo dag eftir dag hjálpar formúlan til við að draga úr ásýnd misfellna og húðin er sefuð.
Áferðin er létt, þurrkar ekki og auðvelt að bera hana á og blanda. Fáguð hönnunin býður upp á förðun sem hentar þér: á öðrum endanum er mjúkt, fínlegt og rúnað hyljarastifti fyrir nákvæma ásetningu, á hinum endnaum er svampur til að blanda fullkomlega inn í húðina.
Úrval af 7 tónum, með náttúrulegum undirtónum, til að henta eins mörgum húðlitum og mögulegt er.
Gott að vita: Allir litirnir samsvara grunntónum Sisley. Til dæmis ef þú ert í lit 2N eða 2W þá velurðu Stylo Correct í lit númer 2.
Ávinningur innihaldsefna
Bensósýra hjálpar til við að draga úr lýtum. Alfa-bisabolol sefar húðina og lágmarkar óþægindatilfinningu. E-vítamín vinnur gegn sindurefnum og býr yfir andoxandi eiginleikum.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu vöruna á misfellur og notaðu svo svampendann til að blanda vörunni óaðfinnanlega inn í húðina.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.