Vörulýsing
Velvet Body Cream with Saffron Flowers býr yfir 4 meginaðgerðum til að framkalla einstaklega nærða og þægilega húð.
1. RÓAR SAMSTUNDIS Saffran-blóm búa yfir öflugum sefandi eiginleikum og endurheimta vellíðan hjá þurri húð. Djöflakló styður við þessa virkni auk þess að mýkja húðina. Óþægindatilfinning í húðinni er sefuð samstundis.
2. ENDURHEIMT Shea-smjör býr yfir óviðjafnanlegum endurnýjandi eiginleikum sem vernda og endurheimta heilbrigði húðarinnar þar sem það inniheldur nauðsynlegar fitusýrur. Húðin styrkist og er varin gegn þurrkandi utanaðkomandi ertingu.
3. ÁKÖF NÆRING Blanda einstaklega nærandi innihaldsefna (japönsk lækningalilja, makademíuolía og babassu-olía) hjálpar til við að styrkja hýdrólípíðfilmuna til að umvefja húðina og næra hana ákaflega. Húðin verður mýkri og nærðari.
4. RAKAGEFANDI Plöntusykur og plöntuglýserín hjálpa til við að fanga og viðhalda raka í hornlaginu til að tryggja hámarks rakagjöf strax og til frambúðar.
UMLYKJANDI ÁFERÐ OG AUÐKENNANDI ILMUR VELVET-LÍNUNNAR Ríkuleg, mjúk og silkikennd áferðin bráðnar léttilega er húðvaran er borin á og umlykur húðina með mjúku lagi. Fitulaus og klísturslaus áferðin gerir það að verkum að hægt er að klæða sig strax eftir ásetningu. Náttúrulega unninn ilmurinn býr yfir róandi eiginleikum og einkennist af hunangi og appelsínublómum. Sefuð, endurheimt, nærð og rakafyllt húðin þín verður mjúk og vernduð á ný.
Ávinningur innihaldsefna
Saffran-blóm: sefa óþægindatilfinningu.
Djöflakló: róar og mýkir húðina.
Shea-smjör: verndar og endurheimtir heilbrigði.
Japönsk lækningalilja: nærir og veitir raka.
Blanda af makademíu- og babassu-olíu: veitir ákafa næringu.
Blanda virkra rakagjafa: sykur og glýserín af plöntuuppruna veitir raka.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu á líkamann að morgni og kvöldi til, einblíndu á þurr svæði á borð við olnboga og hné.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.