Háþróuð fljótandi sýrumeðferð beint frá lækninum. Sýrusamsetning á stigi fagfólks fyrir hina fullkomnu slípun svitahola, minnkun hrukkna og aukningu á ljóma. Virknin er knúin af súru pH-gildi 3.5 en skref 1 leysir upp límið sem heldur dauðu húðfrumunum við yfirborðinu og hraðar þannig frumuendurnýjuninni fyrir postulínskennda áferð. Skref 2 er andoxunarrík og leiðréttandi meðferð sem hjálpar til við að varðveita heilbrigða ásýnd húðarinnar og hlutleysir virkni sýrunnar.
Upplifðu ofurslétta og mjúka húð eftir einungis eina notkun. Þessa fljótandi sýrumeðferð má nota tvisvar í viku og leysir upp þau lög á húðinni sem koma í veg fyrir að fersk og ljómandi húðin komi í gegn.
Skref 1 skilar öflugu hlutfalli af mjólkur- og glýkólsýru, ásamt öðrum Alpha Beta®-sýrum sameinuðum ensímvirkni bromelain, til að endurnýja húðina á áhrifaríkan hátt.
Skref 2 inniheldur hófnafla-þykkni, grænt te og hafraeindir til að varðveita ljómandi yfirbragð, hjálpa til við að leiðrétta öldrunarmerki og halda húðinni í jafnvægi. Með reglulegri notkun verður húðtónninn og áferðin jafnari og fágaðri með dramatískri breytingu á ásýndinni.
Helstu innihaldsefni:
- Mjólkur- og glýkólsýra eru tvær alfa hýdroxý-sýrur (AHA) sem hjálpa til við að aðskilja dauðar húðfrumur frá yfirborði húðarinnar og hraða þannig frumuendurnýjun svo áferð og ljómi húðarinnar verði enn meiri. Mjólkursýran fyrirbyggir einnig rakatap húðarinnar (TEWL).
- Bromelain er ávaxtaensím fengið úr ananas sem meltir dauðu prótín húðarinnar, svo sem niðurbrotið kollagen, og hefur endurnýjandi áhrif til að afhjúpa unglegra og jafnara húðlag.
- Hófnafla-þykkni býr yfir andoxunarvirkni og hjálpar til við að vernda rakaforða húðarinnar.
Í klínískri rannsókn eftir aðeins tvær vikur:
- 100% þátttakenda sýndu framför varðandi ljóma húðarinnar.
- 95% þátttakenda sýndu framför varðandi áferð húðarinnar.
- 83% þátttakenda sýndu framför varðandi ásýnd svitahola.
Notkunarleiðbeining
Notist kvölds eða morgna, allt að þrisvar sinnum í viku. Undirbúðu skref 1 með því að leggja bómullarskífu yfir flöskuopið og hvolfa flöskunni tvisvar sinnum í 3 sekúndur til að fá réttilegt magn af vörunni. Nuddaðu bómullarskífunni yfir hreina og þurra húðina þar til skífan er þurr en varist snertingu við augu. Bíddu í 2 mínútur. Endurtaktu ferlið með skrefi 2 – ekki hreinsa. Notaðu sólarvörn daglega.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.