Sýnikennsla fyrir sólkyssta húð – C-Pop dagar

Í nýjustu sýnikennslunni sýnir Ingunn Sig hvernig er hægt að nota nýjustu limited edition línuna frá Becca – C-POP.

Afsláttarkóðinn C-POP gefur 25% afslátt af línunni út 12. september.

***

Fyrir afmælislínu Becca var vinsælasta varan þeirra ljómapúrið Champagne Pop ljómapúðrið, útfært í fimm vörum. Púður í bæði föstu og lausu formi, silkidropar, líkamsstifti og gloss. Þessar vörur hjálpa þér að fá ljómandi húð frá toppi til táar. Í þessari kennslu notaði ég silkidropana, lausa púðrið og líkamsstiftið.

Lausa púðrið er einstaklega fallegt til að dusta yfir ljómadropana. Það hefur flauelisáferð og má nota á andlit, líkama og augu. Ég notaði lausa púðrið á alla þessa staði á Lúnu til að fá fallegan jafnan ljóma.

Líkamsstiftið er einfalt í notkun, en stærð þess auðveldar þér að nota það á allan líkamann, bringuna, hendur og fætur. Með þessu stifti getur þú ljómað allsstaðar. Stiftið inniheldur meðal annars shea butter, kókosolíu og vítamín E og er það einstaklega mjúkt og auðvelt í notkun. Gott er að hita stiftið í lófanum áður en það er borið á og dreifa svo aðeins betur úr því með höndunum. Það veitir fallegan lit og inniheldur stærri ljómaagnir sem glitra á líkamanum.

Þessi afmælislína er virkilega vönduð og falleg. Champagne Pop liturinn er ljósgylltur með ferskjubleikum keim og hentar hann öllum húðlitum en ég mæli sérstaklega með honum ef þú ert með örlítið tanaða húð.

Aðrar vörur

-32%
5.474 kr.8.070 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *