Í sýnikennslu vikunnar ákvað ég að velja nokkrar vörur sem gefa frísklegt náttúrulegt lúkk fyrir verslunarmannahelgina.
*Afsláttarkóðinn VERSLO gefur þér 20% afslátt af vörunum sem notaðar voru í sýnikennslunni út miðvikudaginn 7. ágúst.
Fyrsta sem ég gerði var að spreyja L’oréal Stylista Beach Wave spreyjinu í hárið á Guðbjörgu, næst gerði ég fasta fléttu í hárið og spreyjaði svo aftur vel yfir fléttuna. Þetta er þæginleg leið til að fá smá hreyfingu í hárið án þess að nota nein heit tót. Hægt er að sofa með fléttuna eða einfaldlega leyfa henni að vera í á meðan þú gerir þig til.
Á húðina byrjaði ég að nota Evy Daily UV Face Mousse, ég ákvað að nota sólarvörnina eina og sér. Einnig má nota hana með dagkremi en þar sem ég vildi halda vöru fjöldanum í lágmarki gerði ég það ekki í þetta skipti. Það er einstaklega mikilvægt að nota sólarvörn á hverjum degi til að vernda húðina gegn UV geislum, ytri mengunarvöldum og til að fyrirbyggja ótímabæra húðöldrun. Í þessari sólarvörn er að finna rakasýrur, kollagen og C og E vítamín. Hún er fullkomin til daglegra nota og undir farða.
Því næst notaði ég Becca Under Eye Brightening Corrector í litnum light to medium, ég notaði þessa vöru í stað hyljara undir augun. Hún jafnar út bláan og fjólubláan lit sem getur myndast á augnsvæðinu. Þar sem við getum oft verið æðaber á augnlokunum tók ég vöruna aðeins yfir augnbeinið. Hægt er að nota fingurinn í þessa vöru en ég notaði Real Techniques Delux Crease Brush sem er að finna í Eye Shade + Blend settinu. Í stað farða notaði ég svo Estée Lauder Day Wear, litað dagkrem sem aðlagar sig að þínum húðlit og gefur náttúrulegt útlit.
og kælandi andlitssprey nema bara í púður formi. Það inniheldur meðal annars 50% vatn og sér til þess að halda raka í húðinni. Þetta er tilvalið púður til að hafa á sér til að fríska upp á útlitið yfir daginn eða kvöldið. Ég valdi svo matt sólarpúður frá Bobbi Brown í litnum Golden Light og notaði vel af því til að gefa andlitinu hlýju og til að skyggja. Burstinn sem ég notaði var Real Techniques Powder Brush og ég tók púðrið einnig vel niður á háls þar sem við viljum ekki fá nein skil. Ég notaði einnig sólarpúðrið á augun til þess að búa til fallegan skugga, ég notaði það vel í glóbus línu og alveg upp að augabrún. Burstinn sem ég notaði í þetta var Real Techniques Base Shadow Brush sem er einnig að finna í Eye Shade + Blend settinu.
Í augabrúnirnar notaði ég aðeins Bobbi Brown Brow Shaper í litnum Brunette, þetta augabrúnagel mótar augabrúnirnar og gefur þeim lit. Ég passa vel að greiða aðeins í augabrúnahárin en læt greiðuna ekki fara í húðina.
Til að fríska uppá útlitið notaði ég krem kinnalit frá Bobbi Brown, Pot Rouge í litnum Fresh Melon. Þennan kinnalit er auðvelt að nota yfir púður, þú einfaldlega dúmpar honum á með fingrunum. Ég notaði svo sama kinnalit á varirnar og á augnlokin til að gefa smá lit og draga fram bláu augun hennar Guðbjargar.
Til að poppa aðeins upp á útlitið er svo ljómapúður. Ég notaði Becca Shimmering Skin Perfector Pressed í litnum Moonstone, ég setti örlítið í innri augnkrókinn. Ef þú hefur ekki bursta meðferðis sem virkar í þetta skref þá er hægt að nota litla fingur eða eyrnapinna. Næst setti ég smá ljómapúður á efri vörina, nefið og á kinnbeinin. Á kinnbeinin notaði ég sama bursta og ég notaði í Becca Hydra Mist púðrið, Real Techniques Setting Brush.
Aukaskref sem ég ákvað að sýna alveg í lokinn var svo Smashbox Studio Skin hyljarinn. Guðbjörg var með smá rauðan blett á enninu og þessi hyljari faldi hann strax. Ég notaði hyljarann með fingrinum, nuddaði honum aðeins í lófann og dúmpaði svo á svæðið sem mig vantaði þekju. Þegar hyljari, eða nánast hvaða kremvara sem er, er notuð yfir púður finnst mér koma best út að nota fingurnar. Liturinn sem ég notaði var Light Medium Warm Golden.
Það er alls ekki nauðsynlegt að nota allar þessar vörur og hægt er að stoppa eftir hvaða skref sem er en þessar vörur vinna allar vel saman og vona ég að einhver geti nýtt sér þessa kennslu fyrir verslunarmannahelgina.
Módel: Guðbjörg Loftsdóttir
Snyrtivörur
Aukahlutir