Eyeliner sýnikennsla og sólkysst húð

Fyrir sýnikennslu vikunnar ákvað ég að sýna létta sólkyssta húð og brúnan eyeliner.

Ég byrja á því að undirbúa húðina með Nip+Fab Teen Skin Salicylic Acid Day Pads, þetta eru bómullarskífur sem jafna yfirborð húðarinnar, draga í sig alla umfram olíu og veita raka. Ég strýk yfir andltiið með einni skífu og set svo rakagefandi krem, ég valdi Skyn Iceland Pure Cloud Cream. Þetta er algjör rakabomba en samt sem áður mjög létt krem, fullkomið til að undirbúa húðina fyrir förðun dagsins.

Þar sem ég vildi hafa húðina mjög létta, ákvað ég að nota Estée Lauder Day Wear. Einskonar BB krem sem gefur fallegan náttúrulegan lit en létta þekju. Kremið er hvítt með bláum kornum þegar maður kreystir það úr túbunni en breytir svo um lit um leið og við nuddum því á húðina.

Ég notaði Aqua Luminous Perfecting Concealer frá Becca,

Matthildur er ekki með mikið sem þarf að hylja undir augunum en þessi hyljari er rakagefandi fyrir augnsvæðið og þekur litaójöfnur ásamt því að vera einstaklega léttur á húðinni. Ég valdi litinn Light fyrir Matthildi.

Til þess að setja hyljarann notaði ég Rimmel Insta Fix & Matte glæra púðrið, það sér til þess að hyljarinn renni ekki í línur þegar líður á daginn. 

Lykillinn að sólkysstri húð er svo sólarpúður. Sólarpúðrið Bronze Goddess frá Estée Lauder veitir fullkomlega sólkyssta húð, ég nota það með Real Techniques bursta númer 201 og set vel af því bæði undir kinnbein og á kinnar, á háls, enni og örlítið á nef. Því næst notaði ég ljómapúðrið Becca Shimmering Skin Perfector Pressed í litnum Moonstone til þess að veita húðinni ljóma. Bobbi Brown Eye Blender burstinn er einn sá besti sem ég hef fundið til að nota í ljómapúður. Hann er lítill svo þú getur verið nákvæm með vöruna og hann er svo einstaklega mjúkur.

 

Fyrsta skrefið fyrir augun var krem augnskuggi frá Bobbi Brown, Long Wear Cream Shadow Stick í litnum Sand Dune. Þessi augnskuggi veitir náttúrulega brúnan lit á augnlokin og dregur fram blá augu. Ég vildi svo leggja áherslu á eyeliner í þessari sýnikennslu en mér finnst fallegt að nota fastan augnblýant til þess að búa til eyeliner, þessi aðferð gerir hann mýkri og náttúrulegri. Í sýnikennslunni notaði ég Estée Lauder Double Wear Stay In Place Eye Pencil í litnum Coffee. Ég nota svo skáskorinn bursta frá Smashbox, Precise Brow and Liner Brush, til þess að búa til lítinn væng.

Smá trix er að nota augnhreinsi á flatan bursa til þess að hreinsa undir vængnum og fullkomna hann, fljótleg leið sem minnkar einnig sóun á eyrnapinnum. Það sem þarf að hafa í huga með þetta trix er að nota ekki olíukenndan augnhreinsi, best er að nota olíulausan eins og Estée Lauder Gentle Eye Makeup Remover.

Ég bætti einnig við smá af sólarpúðrinu í skygginguna á augunum til þess að tengja allt lúkkið.

Að lokum raðaði ég stökum augnhárum, mest á endann á augnháralínunni, til þess að lengja augun í sömu átt og spíssinn á eyelinernum.

Til að fá náttúrulegt útlit á augabrúnirnar notaði ég Estée Lauder Brow Now Volumizing Brow Tint í litnum Light Brunette, til að greiða augabrúnahárin upp og móta þau. Að auki fyllti ég aðeins inní þar sem mér fannst vanta hár með Estée Lauder Brow Now Defining Pencil í litnum Brunette.

 

Á vörunum er Bobbi Brown Luxe Matte Lip Color í litnum Semi-Naked, fullkominn nude mattur varalitur sem þurrkar ekki varirnar og síðast en ekki síst setti ég förðunina með Nip+Fab Illuminating Fixing Mist spreyinu.

Vörur

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *