Byltingarkennt andlitsvatn sem gefur frísklegt útlit.

Við höldum áfram að fara yfir vörurnar sem voru í #bakviðtjöldin Beautyboxinu okkar og næst ætlum við að segja ykkur af hverju við völdum St. Tropez Self Tan Purity Bronzing andlitsvatnið.

Nú þegar við erum búin að fara yfir það af hverju sólarvörn sé það mikilvægasta í húðrútínunni þinni (hægt að lesa HÉR) þá verðum við samt líka að viðurkenna að við elskum að vera með smá lit og frísklega húð. En til þess að fá fallegan lit á skynsaman hátt þá er best að nota sólarvörn á hverjum degi, leyfa brúnkunni að koma hægt og rólega og styðjast við brúnkusprey á meðan – já eða bara alveg yfir höfuð.

Andlitspreyið frá St. Tropez er byltingarkennt að því leiti að það er ótrúlega auðvelt að nota það og getur hvaða brúnkukrems byrjandi mjög auðveldlega notað vöruna til þess að fá frísklegt útlit og engar rákir. Brúnkan er létt og frískleg en hægt er svo að nota andlitspreyið daglega til þess að bæta á brúnkuna og halda frísklegu útliti.

Hér er Ingunn Sig fyrir og eftir eina spreyjun 🙂 – eins og þið sjáið þá gefur spreyið frísklegt útlit sem hægt er að byggja upp í brúnku.

Við mælum með því að nota Purity Bronzing Water Mist svona:

    1. Eins og með alla aðra brúnku þá er best að skrúbba húðina áður til þess að losa um allar dauðar húðfrumur og að húðin sé sem allra ferskust.
    2. Hristið brúsann.
    3. Spreyjar vatninu á hreint andlit og bringu – hér er ágætt að passa að vera ekki í bol sem nær hátt upp á hálsinn svo að það komi ekki lína þar.
    4. Ef þú ert með mjög þurra húð getur verið gott að bera rakakrem eða serum á undan en passið að sú vara sé alveg komin inn í húðina þegar spreyinu er spreyjað á.
    5. Ef þér finnst það betra þá getur þú líka spreyjað formúlunni í bómullarpúða og strokið yfir andlit og háls.
    6. Leyfðu formúlunni að þorna í ca mínútu og svo getur þú haldið áfram með förðunar eða húðrútínuna þína.
    7. Brúnkan myndast svo á næstu 4-8 tímum.
    8. Spreyið má nota á hverjum degi!

Hér getið þið séð hvernig Ingunn Sig spreyjar á sig – byrjar á ca mínútu 5 🙂

Ekki skemmir fyrir að formúlan er 100% vegan og cruelty free og inniheldur 100% náttúrulega brúnkugjafa.

Andlitsbrúnkan er í hópi Purity varanna frá St. Tropez sem eiga það allar sameiginlegt að vera litarlausar í ásetningu, það þarf ekki að þvo þær af og svo gefa þær raka og lykta eins og paradís.

-40%
Original price was: 8.750 kr..Current price is: 5.250 kr..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *