Vörulýsing
Allir undirtónar. Allar húðgerðir.
Double Wear-farðinn er til í lit sem hentar þér fullkomlega. Þessi farði er með matta og létta áferð sem gefur þér fallegt og náttúrulegt útlit. Farðinn jafnar húðlitinn, hylur misfellur og gefur miðlungs- til mikla þekju. Fæst í mörgum, með allt frá köldum til hlutlausra og hlýrra undirtóna. Farðinn er svo þægilegur að þú trúir því varla að hann endist í heilan sólarhring. Double Wear-farðinn er vatnsheldur og breytir því ekki um lit, kámast ekki og smitar ekki frá sér á fatnað. Farðinn gefur húðinni mikinn raka og lit sem endist allan daginn – þrátt fyrir ys og þys.
Olíulaus.
Ofnæmisprófaður.
Stíflar ekki svitaholurnar.
Ilmefnalaus.
Þekjandi farði sem inniheldur sólvarnarstuðulinn SPF 10. Hann bráðnar ekki af húðinni né smitast í föt. Felur allar misfellur, húðholur og fínar línur.
Farðinn helst fullkominn á húðinni í allt 24 klukkutíma.
Þrátt fyrir að vera full þekjandi þá veitir hann náttúrlegt og fallegt útlit, bæði í hita og rakamiklu umhverfi.
Notkunarleiðbeiningar
Hristist fyrir notkun. Berðu á með farðabursta, svampi eða fingrum. Berðu farðann á allt andlitið eða þau svæði sem á að hylja. Byrjaðu á miðju andlitinu og farið svo út til hliðanna. Hægt er að byggja farðann upp til að fá betri þekju.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.