Margrét Magnúsdóttir tók saman sín uppáhalds beauty trikk.
- Berðu á þig eina umferð af maskara og leyfðu honum að þorna aðeins. Berðu svo aðra umferð, en rétt áður en hann þornar ýttu hárunum upp með maskaragreiðunni. Með því að ýta hárunum upp þegar þau eru aðeins þornuð þá krullast þau margfalt og haldast þannig allann daginn
- Notaðu froðu í hárið áður en þú blæst það. Froðan gefur hárinu extra lyftingu og er auk þess góð hitavörn.
- Ef þú fyllir mikið inn í augabrúnirnar eða teiknar þær á, notaðu þá líka primer. Þegar þú setur primer á húðina fyrir farðann, settu þá primerinn líka í augabrúnirnar og húðina undir augabrúnunum og þá mun augabrúnavaran sem þú notar haldast mun lengur á.
- Ef þú færð bólur – skiptu þá vikulega um koddaver. Það hjálpar að halda húðinni hreinni og koma í veg fyrir frekari bólumyndun.
- Í algjörri neyð, ef þú ert að fara eitthvert mikilvægt og ert komin með stóra rauða bólu, þá geturðu notað hvíttandi augndropa (eins og Visine). Settu nokkra dropa á eyrnapinna eða bómull og haltu yfir bólunni í eina mínútu. Við þetta minnkar roðinn í allavega nokkrar klukkustundir og mun auðvelda að hylja bóluna.
- Fyrir virkilega mikilvægan dag, eins og brúðkaupsdaginn, notaðu þá gott hársprey í augabrúnirnar til að halda þeim á sínum stað. Ekki spreyja beint á augabrúnirnar heldur í augabrúnagreiðu og greiddu svo augabrúnirnar með henni. Augabrúnahárin munu haldast eins og límd þar til þú tekur farðann af.
- Gerðu hvaða varlit sem er mattan með því að setja þunnt tissjú yfir varnirnar og púðra svo yfir með litlausu púðri. Einnig helst varaliturinn miklu lengur á.
- Fljótlegt og auðvelt trikk fyrir geggjaða augnförðun er að poppa glæru glossi á augnlokið og mikið af maskara. Það gefur mjög eftirtektarverð augu.
- Notaðu mjúkan tannbursta á „baby“ hár, ónotaðan að sjálfsögðu! Við þekkjum það öll, þegar við setjum í okkur tagl eða hárið upp, að lítil úfin hár geta staðið út í loftið. Ég nota hárvörur eins og hárgel, serum eða hársprey í hárið meðfram eyrunum og þar sem litlu hárin standa út og greiði svo strax yfir þau með mjúkum tannbursta. Öll hárin leggjast niður og haldast þar yfir daginn.
- Við þekkjum það allar að fá einstök löng hár á hökuna. Þau er best að plokka en oft er erfitt að koma auga á hárin. Hentugt trikk er að setja laust púður yfir hökuna (svæðið) og þá er mun auðveldara að sjá hárin.
- Geymdu augnkremið í ísskápnum. Kremið mun þá hafa kælandi áhrif á augnsvæðið þegar þú berð það á þig og lagar þannig þrútin augu.
- Reglan fyrir í hvaða röð á að bera húðvörur á sig er: frá þynnstu til þykkustu. Eftir að maður hreinsar húðina er best að bera fyrst á sig húðvörurnar sem hafa þynnstu áferðina (mest vökvakenndu) og færa sig upp í þykkari. Til dæmis: fyrst tóner, svo serum og svo rakakrem.
- Notaðu kókosolíu í hárið til að næra það, stuðla að vexti og gera hárið meira glansandi. Kókosolía er rík af andoxunarefnum og þegar hún er notuð í hárið getur hún hjálpað við vöxt og aukið glans án þess að innihalda þessu algengu skaðandi efni sem eru oft í hárvörum. Persónulega finnst mér þetta besta varan til að nota að staðaldri til að halda hárinu í lagi!
- Notaðu barnaolíu í sturtu fyrir mjúka húð. Það fyrsta sem ég geri í sturtu er að bera barnaolíu yfir allan líkamann. Síðan þvæ ég á mér hárið og á meðan nærir olían húðina, en húðin opnast undir heitu vatni og tekur því sérstaklega vel við rakanum. Barnaolían skolast aðeins af meðan maður er í sturtu en ég skola hana ekkert sérstaklega af heldur þurrka mér bara eftir sturtuna og húðin er silkimjúk! Það er engin þörf fyrir líkamskrem eftir sturtu ef maður gerir þetta.
- Þegar þú krullar augnhárin með augnhárabrettara, gerðu það þá nokkrum sinnum á hvert auga. Það gerðir það að verkum að hárin krullast betur og fara betur á viðeigandi stað, því oft er erfitt að ná öllum augnhárunum í fyrsta skipti.
- Fyrir heimagerða augnmaska fyrir þreytt og þrútin augu settu tepoka með grænu tei í heitt vatn í stuttan tíma og svo inn í ísskáp. Leyfðu þeim að verða ískaldir og leggstu svo niður og settu þá yfir augun í nokkrar mínútur. Þeir munu hjálpa að minnka bólgur og roða.
- Blandaðu kinnalitinn með púður- eða farðaburstanum þínum eftir að þú setur hann á, það gefur miklu fallegra og fágaðra útlit.
- Settu línu af ljósum hyljara í kringum varnirnar áður en þú setur varalit eða varablýant á. Þetta gefur vörunum meiri skerpu og lætur þær líta út fyrir að vera stærri.
- Notaðu laxerolíu (castor oil) á augabrúnir og augnhár. Þessa olíu er hægt að nota við ótrúlega margt beauty tengt, en hún nærir hárin og heldur þeim í góðu ástandi og getur jafnvel aukið hárvöxt. Best er að dýfa ónotaðri augabrúnagreiðu í olíuna og bera svo á augnhárin/augabrúnirnar.
- Geymdu gamla maskara ef þú fílar burstann, sérstaklega ef hann er mjög fíngerður. Ég fíla að nota mikið af maskara en stundum fer of mikið á augnhárin og þá þaf að greiða betur úr þeim, en þá finnst mér gott að grípa í fíngerðari maskarabursta frá öðrum maskara til að aðskilja hárin betur og ýti augnhárunum í leiðinni upp svo þau krullist extra mikið.
Myndirnar eru með förðun og hár eftir Margréti Magnúsdóttur.
Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.
Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:
Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus