Fáðu ljómandi og sléttari húð með Stylpro Mini LED Wand. Þessi öflugi og hentugi ferðafélagi er útbúinn LED ljósum: Bláa með bylgjulengdina 415nm, Rautt með bylgjulengdina 633nm og Infrarautt með bylgjulengdina 830nm. Létt og nett tæki sem er öflugt og er með þrjár stillingar: Morgunn, Dagur og Kvöld.
Þetta netta tæki passar fullkomlega inn í húðrútínuna þína og veitir áhrifaríka meðferð á aðeins 3 mínútum á hvert svæði.
Stylpro Mini LED stafurinn hjálpar til við að draga úr roða, minnka litabletti og endurnýja húðina þannig hún öðlist ljóma! Aukalegur ávinningur felst í því að rauða ljósið getur unnið gegn bólgum sem valda litabreytingum. Athugið: Rauða og bláa ljósið ná aðeins niður í efstalag húðar(dermis).
LEIÐBEININGAR MIKILVÆGT:
Til að tryggja öryggi og ánægju við notkun skaltu lesa meðfylgjandi notkunarleiðbeiningar vandlega áður en tækið er notað. Athuga: Ekki horfa beint í LED-ljósin.
HLEÐSLA:
Þegar rafhlaðan er að klárast blikka öll LED ljósin. Tengdu USB-C snúruna sem fylgir með við tækið og stingu svo USB-C snúrunni við viðeigandi hleðslukubb í samband. Rauða LED ljósið í miðjunni blikkar meðan á hleðslu stendur. Engin ljós eiga að blikka þegar tækið er fullhlaðið.
EIGINLEIKAR
• Blátt LED ljós (415nm)
• Rautt LED ljós (633nm)
• Nær-innfrautt ljós (830nm)
• 28 LED ljós
• 3 meðferðarstillingar
• Endurhlaðanlegt
• Nett og ferðavænt
• Slekkur á sér eftir 3 mínútur.
KOSTIR
• Hjálpar til við að draga úr roða og bólgum
• Hjálpar til við að jafna olíuframleiðslu húðar
• Snöggvirkar 3 mínútna meðferðir
• Nett og ferðavænt
• Morgun-, Dags- og kvöldstilling
FULLYRÐINGAR
• Hjálpar til við að draga úr roða og bólgum
• Hjálpar við að jafna olíuframleiðslu húðar.
• Snöggvirkar 3 mínútna meðferðir
• Nett og ferðavænt
• Morgun-, Dags- og kvöldstilling
NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
1. Hreinsaðu húðina áður en tækið er notað. Húðvörur og farðar geta minnkað virknina.
2. Kveiktu á tækinu. Forðastu að horfa beint í LED-ljósin.
o Stilling 1 – MORGUNN: Þegar kveikt er á tækinu kviknar sjálfkrafa á þessari stillingu. (Ekki nota þessa stillingu meira en 1x á dag á sama svæði).
o Stilling 2 – DAGUR: Ýttu einu sinni á takkann til að skipta í dagstillingu. (Ekki nota þessa stillingu meira en 3x á dag á sama svæði).
o Stilling 3 – KVÖLD: Ýttu tvisvar á takkann til að skipta í kvöldstillingu. Notið þessa stillingu áður en farið er að sofa. (Ekki nota þessa stillingu oftar en 1x á sama svæðið)
3. Leggðu tækið beint á húðina á því svæði sem á að meðhöndla. Ljósin slökkva sjálfkrafa eftir 3 mínútur.
4. Endurtaktu á öðrum svæðum eftir þörfum.
5. Þrífðu tækið eftir notkun (sjá þrifa leiðbeiningar).
Athugið: Má nota í kringum augun en ekki beint yfir augun eða augnlokin.
ÞRIF:
1. Gakktu úr skugga um að tækið sé slökkt.
2. Þurrkaðu yfirborð LED-ljósanna með rakri tusku eða vatnsþurrku til að fjarlægja húðfitu eða leifar.
3. Þurrkaðu ytra byrði tækisins með örþurrku eða rökum klút.
4. Leyfðu tækinu að þorna alveg fyrir næstu notkun.
INNIHELDUR:
• 1x STYLPRO Mini LED Wand
• 1x USB-C hleðslusnúra