Stylpro Heated Insect Bite Pen hjálpar til við að draga úr kláða eftir skordýrabit. Rannsóknir sýna að með því að nota hita á bit þá getur það dregið úr histamín viðbragði sem eru helstu orsök kláða eftir skordýrabit. Niðurstöðurnar eru að penninn hjálpar þér að líða betur hraðar og draga úr kláðanum eftir bit.
• Blátt LED ljós (415nm)
• Rautt LED ljós (633nm)
• Nær-innfrautt ljós (830nm)
• 28 LED ljós
• 3 meðferðarstillingar
• Endurhlaðanlegt
• Nett og ferðavænt
• Slekkur á sér eftir 3 mínútur.
LEIÐBEININGAR MIKILVÆGT:
1. Tengdu USB-C hleðslusnúruna (fylgir með) við USB-tengi og hleðslugjafa.
2. 4 LED ljós munu blikka hægt framan á tækinu meðan það er í hleðslu. Þegar tækið er fullhlaðið verða öll 4 LED ljósin stöðug.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
1. Haltu inni „On/Off/Level“ hnappinum til að kveikja á tækinu.
2. Notaðu hitastig 1 við fyrstu notkun. Ýttu stutt á „On/Off/Level“ hnappinn til að stilla hitastig, veldur það sem þér þykir þægilegast.
3. Settu oddinn á tækinu beint á skordýrabitið.
4. Ýttu á eldhnappinn (Flame) til að virkja hita.
5. Haltu tækinu á bitinu þar til hitameðferð lýkur og rautt ljós slökknar á oddinum. Hættu notkun strax ef hitinn verður óþægilegur.
Hitastigsstillingar:
• Stilling 1: 40°C
• Stilling 2: 43°C
• Stilling 3: 46°C
• Stilling 4: 51°C
ÞRIF:
1. Bíðið þar til tækið hefur kólnað. Þurrkið oddinn með sótthreinsandi.
INNIHELDUR:
• 1x STYLPRO Heated Insect Bite Pen
• 1x USB-C hleðslusnúra
⚠️ VIÐVÖRUNIR – BRUNAHÆTTA:
Oddur tækisins getur orðið mjög heitur á meðan og eftir notkun.
Við fyrstu notkun, notaðu alltaf hitastig 1 og auktu aðeins hitastigið ef þér finnst hitinn þægilegur.
Tækið getur valdið roða á húð. Það er eðlilegt og hverfur með tímanum.
Ef hitinn verður óþægilegur, hættu strax notkun.
Ef þú ert með húðsjúkdóma eða heilsufarsáhyggjur, ráðfærðu þig við lækni áður en tækið er notað.
Gakktu úr skugga um að tækið sé slökkt áður en þú leggur það frá þér. Ekki skilja það eftir án eftirlits.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR:
1. Ekki er ráðlagt að nota tækið ef þú ert ófrísk, hefur greinst með húðkrabbamein á síðustu 12 mánuðum, hefur gengist undir andlitslýtaaðgerð, ert með pacemaker eða ígrædd tæki, ert með hjartasjúkdóma eða flogaveiki.
2. Aðeins fyrir fullorðna. Ekki ætlað börnum. Geymið þar sem börn ná ekki til.
3. Bíðið þar til tækið hefur kólnað og þrífið oddinn með sótthreinsandi þurrku.
4. Ekki geyma tækið á heitum, rökum eða blautum stað.
5. Ef tækið bilar eða skemmist, hættu strax notkun og hafðu samband við söluaðila.
6. Ekki nota á viðkvæma, sólbrennda eða ertandi húð.
7. Ekki nota nálægt augum, munni eða viðkvæmum stöðum.
8. Ekki nota með blauta hendur eða á blauta húð, slímhúð, opið sár eða sýkta húð.
9. Tækið er ætlað við einstaklingsnotkun og ekki til að deila með öðrum.
10. Ef húðin sýnir ofnæmisviðbrögð, hættu notkun tafarlaust.