Vörulýsing
Sisley hefur nýtt nýjustu vísindin til að þróa áhrifaríka lausn fyrir viðkvæma húð, svo hún geti losnað við daglegan erting og óþægindi.
Viðkvæm húð er næm fyrir ytri og innri áreitum eins og veðurfarsbreytingum, streitu og snyrtivörum. Þetta getur leitt til ertingar í húð á borð við sviða, kláða og roða. Einnig getur verið skortur á fituefni sem styrkja varnarhjúp húðarinnar og kemur í veg fyrir þurrk.
Viðbrögð viðkvæmrar húðar stafa af ofurnæmum taugatrefjum í húðinni, sem valda óþægindum eins og kláða, sviða eða hitatilfinningu í húð, sem síðan getur leitt til viðbragðskeðju í húðinni sem getur valdið sýnilegum roða.
Soothing Care for Sensitive Skin hefur strax róandi áhrif á húð, dregur úr roða og hjálpar húðinni að verða mjúk, sveigjanleg og vel nærð.
- Eftir tvær vikur verður húðin sterkari og þolmeiri.
- Eftir fjórar vikur verður húðin varanlega rólegri, geislandi og fersk. Hún lítur heilbrigðari og yngri út.
Þá er hægt að bæta fleiri Sisley vörum við húðumhirðuna, en halda Soothing Care for Sensitive Skin sem fyrsta skrefinu. Viðkvæm húð getur loksins notið dagsins án ertingar!
Ávinningur innihaldsefna
- Gylltur sjávarþari: dregur úr ofurnæmini húðarinnar og myndun roða.
- Rhamnose-fjölsykra: Dregur úr vðkvæmni húðar.
- Japönsk dalalilja: Eykur þol húðarinnar (prófað in vitro og in vivo).
- Shea-smjör, repjuolía og plómukjarnaolía: Nærir og róar húðina.
Notkunarleiðbeiningar
- Berðu Soothing Care for Sensitive Skin á andlitið kvölds og morgna eftir hreinsun með vörum sem henta viðkvæmri húð, til dæmis Sisley Paris Triple-oil Balm Make-up Remover & Cleanser.
- Nuddaðu mjúklega þar til varan hefur dregist inn í húðina.
- Mælt er með að fylgja þessari einföldu húðumhirðu-rútínu í einn mánuð til að róa húðina og styrkja þol hennar.
- Þegar húðin er orðin róleg og stöðug er hægt að bæta fleiri Sisley vörum við, en halda Soothing Care sem fyrsta skrefinu í rútínunni.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.