Ecological Compound Advanced Formula aðlagar sig að þörfum hverrar húðgerðar til að hjálpa henni að starfa sem best. Formúlan býr yfir pH-gildi sem er eins nálægt náttúrulegu pH-gildi húðarinnar og hægt er.
Ecological Compound Advanced Formula:
– Stuðlar að jafnvægi vistkerfi húðarinnar og örvar náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar. Húðin verður þolnari og betur í stakk búin að verjast skaðlegum áhrifum umhverfisins (mengun, reykur, sindurefni o.s.frv.).
– Stuðlar að bestu virkni mikilvægra aðgerða húðarinnar. Húðin verður endurlífguð og blær hennar og ljómi endurheimtur.
– Veitir varanlega raka og nærir húðina til að gera hana þægilegri og mýkri. Húðin kemst í jafnvægi, verður styrkt og endurlífguð auk þess sem gæði hennar verða sýnilega aukin.
Ecological Compound Advanced Formula er alhliða húðvara sem hentar körlum og konum á öllum aldri, sama hver húðgerð þeirra er. Fljótandi, þægileg og fitulaus áferð formúlunnar er sem önnur húð og er mött. Hægt er að nota þessa formúlu eina og sér eða á undan hvaða öðrum rakakremum til að hámarka eiginleika húðumhirðurútínunnar.
Eye Contour Mask er augnmaski sem virkar samstundis til að draga úr þrota undir augum. Þessi maski er sérstaklega hannaður fyrir viðkvæma húð augnsvæðisins. Með einstakri blöndu af virkum plöntuefnum (ginkgo biloba, arnika, hestakastanía, garðalind), vítamínum (B5- og E-vítamín) ásamt ólígó-frumefnum (malakít og klórella) þá virkar augnmaskinn á innan við 10 mínútum svo augnsvæðið verður rakameira og þreytuminna. Fínar línur í kringum augun sléttast sýnilega, dregið er úr þrota og baugum og náttúrulegar varnir augnsvæðisins styrkjast.
Eftir notkun þá skilur maskinn eftir ómerkjanlega filmu sem heldur áfram að virka eftir notkun. Prófað af húð- og augnlæknum með tilliti til þols.
Buff and Wash Facial Gel hreinsar á mildan hátt og fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi í einu skrefi. Geláferðin veitir milda hreinsun og inniheldur agnir til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Náttúruleg plöntuefni (sítróna) ásamt ilmkjarnaolíum (verbena og lavender) lífga upp á húðina og skapa þægindi og ferskleika. Ofurmild formúlan virðir húðina og er tilvalið að nota hana 3 til 4 sinnum í viku. Húðin verður endurlífguð, mjúk og slétt.



Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.