Vörulýsing
Gjafasettið er að andvirði 118.511kr.
The Cream: Þétt, uppbyggjandi rakakrem í ULTIMATE línunni, fullkomnustu kremlínu SENSAI. Er hún sú fyrsta í heiminum sem gerir við skemmdir á erfðarefni af völdum útfjólublárra geisla og sindurefna, þökk sé samsetningu frábærra innihaldsefna sem sporna gegn öldrun húðarinnar. Kraftmikil nálgun í húðumhirðu sem nær til húðfrumna þegar þær eru að endurnýja og hreinsa sig. Bætir nýmyndun hýalúrónsýru, kollagens og elastíns í húðinni.
The Lotion: Uppbyggjandi rakavatn með sérstaklega ríkulega áferð sem umvefur húðina raka. Hannað til að samlagast húðinni og býður upp á mikla endurnýjun og næringu. Mest uppbyggjandi lúxus rakavatnið frá SENSAI.
The Mask: Silkimjúkur og innihaldsríkur kremmaski sem bráðnar inn í húðina. Veitir einstakan raka sem eykur þéttleika og mýkt húðarinnar yfir nóttina. Top of Form
Notkunarleiðbeiningar
The Cream: Berið á húðina kvölds og morgna yfir rakavatn.
The Lotion: Berið ríkulega á húðina kvölds og morgna á hreina húð, undir rakakrem.
The Mask: Notið u.þ.b. þrisvar sinnum í viku við lok húðrútínunnar að kvöldi.