Vörulýsing
Absolute Silk Micro Mousse Wash 180ml – Andlitssápa í þéttri froðu sem inniheldur örsmáar loftbólur sem losa vatnsleysanleg óhreinindi svo sem bakteríur, svita og dauðar húðfrumur. Þessi silkimjúka formúla veitir djúpa hreinsun og nærir húðina á sama tíma.
Absolute Silk Micro Mousse 30ml – Lauflétt og einstaklega næringarík froða sem notuð er sem þrep 1 í tvöfaldri rakagjöf. Froðan inniheldur örsmáar loftbólur sem örvar eðlilega starfsemi húðarinnar, vinnur á bólgum og veita henni silkmjúka áferð.
Absolute Silk Cleansing Milk 20ml – Mjúk hreinsimjólk sem leysir upp farða og óhreinindi án þess að erta húðina.
Notkunarleiðbeiningar
Absolute Silk Cleansing Milk – Takið hæfilegt magn, tvær til þrjár pumpur og berið á húðina með bómullarskífu eða fingrunum. Strjúkið svo af með bómullarskífu eða klút.
Absolute Silk Micro Mousse Wash – Án þess að hrista flöskuna eða snúa henni á hvolf skal setja hæfilegt magn vörunnar í lófann og nudda varlega yfir allt andlitið (kinnar, enni, nef og höku). Forðist að bera á augnsvæði. Þrýstið létt á og nuddið varlega með hringlaga hreyfingum. Skolið af með vatni.
Absolute Silk Micro Mousse – Notist undir krem, kvölds og morgna. Hristist ekki fyrir notkun. Fyrir allar húðgerðir.