Vörulýsing
Soleil D’hiver er jólaboxið 2025 frá Marc Inbane, þú kaupir Natural Tanning Mousse og færð Gradual Tanning Lotion frítt með. Brúnkufroða frá MARC INBANE, létt og mjúk og gefur náttúrulega brúnku sem lagar sig að þínum húðlit. Froðan hressir upp á húðlitinn og gerir hann samstundis geislandi. Hún þornar hratt og auðvelt er að bera hana á með örtrefjahanskanum. Einstök formúlan inniheldur náttúruleg virk efni og byltingarkennda brúnkutækni sem mýkir húðina og gefur henni náttúrulegan lit. Lúxus brúnkukrem sem byggir upp fallegan og náttúrulegan lit á nokkrum dögum ásamt því að viðhalda raka, þéttleika og teyjanleika húðar og stuðla að heilbrigði hennar. Einstaklega rakagefandi og mýkjandi krem sem gefur ljóma og inniheldur meðal annars Hyaluronic sýru og Shea Butter.
Kremið er sérstaklega hannað til daglegrar notkunar og gefur lit sem endist í allt að 14 daga!
Kremið skilur húðina eftir silkimjúka, ljómandi og ilmandi af dásamlegum ferskju- og vanillu ilm.
Við mælum eindregið með því að nota MARC INBANE örtrefjahanskann til að bera MARC INBANE brúnkufroðuna á líkamann. Þú getur auðveldlega borið á þig sjálf/ur og náð lýtalausri brúnku. Örtrefjarnar í efninu hjálpa til við að dreifa brúnkunni og gerir þér kleift að bera á staði sem erfitt er að ná til svo sem aftan á leggjum og handleggjum en einnig hentar hann vel til að bera brúnku á andlit, háls og bringu. Hanskinn dregur brúnkuna ekki í sig heldur dreifir henni jafnt. MARC INBANE hanskann má þvo á í þvottavél á 30°C.
Um merkið
MARC INBANE er hágæða hollenskt snyrtivörumerki sem framleiðir lúxus húðvörur með áherslu á brúnkuvörur og eru þau frumkvöðlar á sínu sviði.
Hrein innihaldsefni, faglegt handverk, fáguð útlitshönnun og fagmennska í öllu framleiðsluferlinu setur MARC INBANE í leiðandi stöðu í framleiðslu á hágæða snyrtivörum.
Stöðugur vilji okkar hjá MARC INBANE til að betrumbæta og þróa afurðir okkar gerir okkur kleift að vera í fremstu línu við að kynna nýjustu framfarir í heimi brúnkunnar. Vegna þessa hafa vörur okkar unnið til verðlauna um allan heim.




Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.