Vörulýsing
Gjafasettið er að andvirði 20.970 kr.
Augnhára- og augabrúnadraumur, gjafasett frá Grande Cosmetics.
Fáðu draumakenndu augnhárin og augabrúnirnar sem þú hefur alltaf óskað þér með hinum sívinsælu GrandeLASH-MD Lash Enhancing Serum og GrandeMASCARA Conditioning Peptide Mascara, bæði í fullri stærð, auk GrandeBROW Brow Enhancing Serum í ferðastærð.
GrandeLASH-MD er margverðlaunað augnháraserum sem stuðlar að lengri og þykkari útliti augnhára.
Notkunarleiðbeiningar
GrandeLASH-MD Lash Enhancing Serum:
- Berið GrandeLASH-MD á hreina húð. Setjið þunna rönd af seruminu við rót augnháranna, eins og fljótandi eyeliner.
- Leyfið seruminu að þorna í 1-2 mínútur.
- Notið einu sinni á dag, að kvöldi til.
- Varan er vatnsleysanleg og því örugg til notkunar með linsum.
GrandeBROW Brow Enhancing Serum:
- Berið GrandeBROW á hreina húð. Penslið beint yfir og/eða undir augabrúnirnar. Einbeitið ykkur sérstaklega að svæðum þar sem augabrúnirnar eru þunnar eða yfirplokkaðar.
- Leyfið seruminu að þorna í 1-2 mínútur.
- Notið einu sinni á dag, að kvöldi til.
GrandeMASCARA Conditioning Peptide Mascara:
- Berið GrandeMASCARA við rætur augnháranna og notið síðan sikksakk-hreyfingar á meðan burstinn er færður upp eftir augnhárunum.
- Berið á fleiri lög fyrir aukið umfang.
Sökum lengdar vaxtarskeiðs augnháranna þarf að nota vöruna daglega í þrjá mánuði. Þegar æskilegum árangri er náð er kjörið að bera GrandeLASH á augnhárin annan hvern dag til viðhalds. Varist að berist í augu.
Ekki er mælt með að nota vöruna ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti, ert undir 18 ára aldri eða undirgengst lyfjameðferð. Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef roði eða erting kemur fram skaltu hætta að nota vöruna. Hafðu samband við lækni ef þú ert í meðferð vegna augnsjúkdóms. Lestu utan á umbúðir til að fá nánari upplýsingar
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.