Gjafaaskjan er að andvirði 12.160 kr
Gjöfin fyrir þreytta og þurra fætur.
Fótakrem, fótaskrúbbur, stór fótaþjöl og hælasokkar (2pör í pakka) sem kemur saman í fallegri gjafaösku frá GLOWXIE.
Með skrúbbnum og kreminu fylgir charms til að gera gjöfina persónulegri og skemmtilega.
Stór fótaþjöl: Þjáist þú af dauðum húðfrumum og miklu siggi á fótum? Jafnvel með sprungna hæla? Glowxie er fagleg fótaþjöl úr hertu gleri með yfir 10.000 mjúka nanó slípipunkta sem tryggja mjúka fætur lausa við ertingu. Segðu bæ við þurra fætur og hæ við mýkri og sléttari fætur.
Fótaskrúbbur: Silkimjúkur fótaskrúbbur með E-vítamín, B3 og Pro-B5 veitir mikinn raka ásamt því að skrúbba húðina. Í fótaskrúbbnum eru náttúruleg innihaldsefni, vegan & cruelty free með tiger grass og lavendar olíu. Fullkomið fyrir viðkvæma húð. Formúlan er hönnuð sérstaklega fyrir leggi, ökla og fætur. Tekur í burtu þurra húð og mýkir hana upp. Fullkomið prepp áður en þú notar fótakremið frá Glowxie.
Fótakrem:
Segðu bæ við þurra húð á fótum með fótakreminu frá Glowxie og gefðu fótunum þá ást sem þeir eiga skilið! Fótakremið okkar er komið til að mýkja þurra, sprungna hæla aftur til lífsins. Með krafti Salicylic Acid sem skrúbbar húðina varlega með því að endurnýja hana og skilur fætur eftir mjúka, slétta og endurnærða. Salicylic Acid hægir varlega á uppsöfnun þurrar og harðar húðar, svo þú getir verið með mýkri fætur með minni fyrirhöfn.
Næring náttúrunnar – Shea butter, glycerin og aloe veitir djúpan raka og mýkt, sem hjálpar við að vernda náttúrulega hindrun húðarinnar. Við hverja notkun verða fæturnir endurnærðir fallegir og mjúkir.
Formúlan okkar er létt og veitir djúpan þar að leiðandi er fótakremið rosalega þægilegtt að nota daglega. Eina sem þú þarft að gera er að bera kremið á og fara sofa.
Undirbúningur er alltaf betri svo við mælum með því að nota Glowxie Glass file ef þú ert með mikinn þurrk, skrúbba með Glowxie skrúbbnum og enda meðferðina á fótakreminu. Fótakremið er akkúrat það sem þú þarft til að viðhalda mjúkum fótum.
– Og þannig segir þú bæ við þurra fætur! Til að auka virkni þá getur þú sett kremið að kvöldi til og farið í hæla sokkana frá Glowxie yfir.
Hælasokkar:
Rakagefandi gelhælasokkar frá Glowxie eru leyndarmálið að fallega mjúkum og sléttum hælum. Þessir sokkar eru ríkir af ilmkjarnaolíum og vítamínum sem halda raka inni, sem gerir þá tilvalda til notkunar yfir nótt til að veita þurrum og sprungnum hælum djúpan raka.
Rakagefandi yfir nótt: Upplifðu djúpan raka á meðan þú sefur. Gelhælasokkar frá Glowxie næra húðina með jojobaolíu, ólífuolíu og E-vítamíni og tryggja að fæturnir vakni endurnærðir. Þú getur einfaldlega bætt við Glowxie fótakreminu fyrir betri árangur.
Anda vel: Njóttu einstakrar þæginda með opnum tám og sokkum sem voru hannaðir til að anda vel frá Glowxie. Sveigjanlegt efni hentar öllum fótum og heldur fótunum köldum og þægilegum alla nóttina.
Endurnýtanlegir og endingargóðir: Hælasokkar frá Glowxie eru hannaðir til að endast. Þú mátt þvo þá og nota þá aftur. Handþvoið sokkana og hengið þá upp til að þorna eftir hverja notkun til að viðhalda virkni þeirra og tryggja að fæturnir haldist mjúkir og sléttir í margar vikur.
Gelhælasokkarnir frá Glowxie eru með Lavender olíu sem skapar róandi og afslappandi upplifun. Vítamínríkt gelfóðrið nærir ekki aðeins húðina heldur veitir einnig róandi ilm, fullkomið fyrir friðsælan nætursvefn.















Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.