Styrktarbeiðnir

Vinsamlega fylltu út formið hér fyrir neðan ef þú óskar eftir styrk frá okkur.
Athugaðu að Beautybox er verslun sem verslar nær eingöngu við heildsölur. Því miður eigum við aðeins fáar prufur á lager, og þær sem við fáum frá heildsölum eru úthlutaðar með skilyrðum um að fylgja með sölu. Af þeim sökum getum við því miður sjaldnast afhent prufur án skilyrða. Ef óskað er sérstaklega eftir prufum, mælum við með að hafa beint samband við viðkomandi heildsölur.

Við úthlutum styrkjum mánaðarlega. Ef þú hefur ekki fengið svar innan tveggja vikna frá innsendingu umsóknar, þýðir það að þú fékkst ekki úthlutun í þetta skipti.

Beautybox styrkir eftirfarandi málefni mánaðarlega: 

Heimsforeldra Unicef
Regnbogavini Samtaka 78
Kvennaathvarfið

Ásamt því hefur Beautybox reglulega tekið þátt í söfnun Bleiku Slaufunnar og gefur reglulega vörur til Kvennaathvarfsins.