Það var sannur heiður að fá Mist & Co Makeup Brush Cleaner Daily í Bleika Beautyboxið okkar en það er alltaf jafn gaman að selja vörur eftir íslenska frumkvöðla og fagfólk. Í tilefni þess tókum við viðtal við stofnanda Mist & Co hana Ásthildi Gunnlaugsdóttur, en okkur finnst fátt skemmtilegra en að fá innsýn inn í hvernig vörur og vörumerki eru þróuð og dáumst að öllum þeim sem hafa hugrekki til þess að fara út í eigin rekstur.
Hver er Ásthildur Gunnlaugsdóttir?
Ég heiti Ásthildur og er 31 árs förðunarfræðingur, móðir og stofnandi Mist & Co.
Hver er bakgrunnurinn þinn?
Ég tók stúdentinn í Fjölbraut í Garðabæ og var þar á fatahönnunarbraut. Upphaflega ætlaði ég að vera fatahönnuður en það var samt alltaf eitthvað í mér sem langaði að læra förðun. Ég útskrifaðist svo sem förðunarfræðingur árið 2016 úr alþjóðlega skólanum Make Up Designory, en hann opnaði í Garðabænum í stuttan tíma.
Ég ætlaði alltaf að vinna við leikhúsförðun en svo byrjaði ég að taka að mér brúðkaup, bæði íslensk og erlend og ég varð gjörsamlega dolfallinn!
https://www.tiktok.com/@mist.and.co/video/7356639427587853600
https://www.tiktok.com/@mist.and.co/video/7333965579432267040
Hvenær fékkstu hugmyndina að Mist & Co?
Þegar ég var búin að starfa í smá tíma sem förðunarfræðingur komst ég að því að það væri ekki að ganga að þvo burstana með vatni og sápu á hverjum degi. Ég hafði verið að þróa mína útgáfu af burstahreinsi og að leika mér með allskonar lyktir, og fljótlega var ég byrjuð að gera fyrir vini líka.
Árið 2020 var ég að vinna 100% í brúðkaupum og aðallega fyrir útlendinga sem koma til íslands til þess að gifta sig. Ég var með yfir 100 brúðkaup bókuð yfir árið en um sumarið komu þessar hörðu samkomutakmarkanir og ferðabönn í kjölfar Covids, og öll brúðkaupin afbókuðust nánast á einu bretti. Þá hafði ég mikinn frítíma og hugsaði með mér að nú væri loksins rétti tíminn til þess að koma með burstahreinsana mína á markað.
Hvaða skref þurftir þú að taka til þess að byrja ferlið á því að búa til vörumerkið Mist & Co?
Þá hafðist vinnan við að finna fullkomnu innihaldsefnin en það eru fáir sem vita að það eru mjög strangar reglur um hvaða efni má setja í húð og snyrtivörur. Ég fann síðan loksins ilmolíur sem hentuðu fyrir vörumerkið og eru sérstaklega framleiddar fyrir förðunarmerki og snyrtivörur.
Á þeim tíma var ég einnig búin að hafa samband við vinkonu sem ég vissi að hefði gott auga fyrir hönnun þó hún hafði ekki áður hannað vörumerki. Hún lagði fyrir mig margra blaðsíðna spurningarlista og vann síðan vörumerkið fallega í takt við það.
Hvernig var ferlið að hanna fyrstu vöruna frá Mist & Co?
Við ákváðum að koma með allar þrjár vörurnar í staðinn fyrir að launcha einni vöru í einu. Það var Deep Clean, Daily og Removing Towel.
Hefur ferlið breyst eitthvað síðan þá?
Já við höfum bætt við bæði 500ml Deep Clean en einnig Limited edition vöru sem við gerðum í samstarfi við Reykjavík Makeup School. Sú vara er í raun sama formúla og Deep Clean burstahreinsirinn nema með öðrum ilmi sem við köllum Sundried Linen.
Hvar eru vörurnar framleiddar?
Við framleiðum vörurnar okkar hjá Foss Distillery í Kópavoginum.
Eru þið með eitthvað skemmtilegt á dagskrá?
Nú er jólasalan í fullum gangi og hver veit nema það bætast við nýjar vörur á nýju ári! Það eru nokkrar hugmyndir á teikniborðinu hjá mér svo nú þarf bara að þróa og ákveða hver þeirra fer á markað.
Hver eru framtíðarplön Mist & Co?
Eins og staðan er núna erum við einungis í sölu á Íslandi en við sjáum fyrir okkur að stækka útfyrir landsteinana og draumurinn og markmiðið er að Mist & Co. fáist í stórum verslunum erlendis á borð við Cult Beauty og Sephora.
Af hverju Mist & Co?
Mist & Co. er byltingarkennd aðferð til þess að hreinsa förðunarburstana. Þú þarft einungis að spreyja á hár burstans og nudda honum við handklæði og hann verður hreinn, sótthreinsaður og tilbúinn til notkunar á mínútu. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað óhreinir förðunarburstar geta innihaldið mikið af sýklum og óæskilegum bakteríum sem geta orsakað ýmis húðvandamál eins og bólur og útbrot.
****
Við þökkum Ásthildi fyrir viðtalið og minnum á að afsláttarkóðinn INSTANT gefur 20% afslátt af öllum vörunum í Bleika Beautyboxinu út desember 2024.
Vörurnar í Bleika Beautyboxinu
Fleiri vörur frá Mist & Co sem við mælum með að skoða