**Eins og komið hefur fram áður þá átti Beautybox.is upphaflega að vera mánaðarlegt snyrtivörubox en hugmyndin breyttist og þróaðist og þann 17. ágúst opnuðum við netverslunina beautybox.is með 21 vörumerki. Vörumerkin eru nú orðin 26 og bætist ört í hópinn.
Við höldum samt enn í upprunnalegu hugmyndina en nú gefum við út 4 Beautybox á ári. Boxin koma út í desember, mars, júní og september
Fyrsta boxið okkar kom út 2. desember og fékk frábærar viðtökur og er nú þegar uppselt, en Margrét Magnúsdóttir fór yfir boxið og segir frá hér fyrir neðan.**
Hvað leyndist í fyrsta Beautyboxinu?
Mér finnst beautyboxið vera ótrúlega sniðugt, þar sem að ég mæli alltaf með að fólk prófi snyrtivörur fyrst og sjái hvernig þeim líkar við þær. Það er gaman að prófa reglulega eitthvað nýtt en, boxið er líka falleg gjöf handa einhverjum sem á allt.
Beautyboxið kemur í fallegum hvítum kassa með svarti slaufu. Kassinn er mjög eigulegur,og tilvalinn til að nota undir snyrtivörur.
Andvirði fyrsta boxins er um 10.000 krónur en boxið kostaði aðeins 3.990 kr.
En ég ætla aðeins að segja ykkur frá vörunum sem að leyndust í fyrsta boxinu.
Max Factor – Masterpiece High Precision Liquid Eyeliner – full stærð.
Masterpiece eyelinerinn frá Max Factor er blautur eyeliner sem gefur góða þekju. Svampurinn er hannaður þannig að hægt er bæði að gera þunna og þykka línu með því að snúa honum. Það er mjög auðvelt að nota eyelinerinn og hann helst ótrúlega lengi á! Hann færðist ekkert til á augunum á mér allan daginn. Eyelinerinn í boxinu var í svörtum lit (hann er mjög svartur að lit, sem er einmitt það sem maður vill) en það er einnig hægt að fá hann í fleiri litum; dökk gráum, dökk bláum og dökk grænum. Það er um að gera að breyta aðeins til en ég væri mjög spennt til dæmis að prófa dökk grænan blautan eyeliner.
Glisten Cosmetis – Glitter Gel í Burning Desire – 5ml prufa.
Þetta er eitt uppáhalds glimmerið mitt frá Glisten Cosmetics en þessi litur er æðislegur og fer öllum vel. Burning Desire er kopar litað með glimmerögnum sem glitra í hlýjum tónum! Það besta við glimmerin er að þau koma í gel formúlu þannig það er mjög auðvelt að nota þau, glimmerið fer ekki út úm allt og það þarf engan festi, aðeins að leyfa gelinu að þorna. Hægt er að nota glimmerið yfir allt augnlokið, í augnkrókinn eða skella á sig blautum eyeliner og glimmerið yfir eyelinerinn. En í kokteilboði Beautyboxins gerði ég það einmitt og það kom mjög vel út.
Hér setti ég eyelinerinn frá Max Factor á aðra höndina og gerði bæði þykka og þynnri línu. Síðan setti ég Burning Desire glimmerið við hliðina á.
Hér er ég með eyelinerinn og glimmerið yfir.
RapidEye augnkrem – 3ml prufa.
Í boxinu var einnig prufa af RapidEye sem er nýtt augnkrem frá RapidLash, en RapidLash og RapidBrow hafa heldur betur slegið í gegn. Augnkremið passar upp á húðina í kringum augnsvæðið, og bætir útlit húðarinnar á aðeins 60 dögum með að gera hana sléttari og bjartari. RapidEye er stútfullt af súper innihaldsefnum fyrir húðina, meðal annars A-vítamín, koffín, rósmarínkjarna og natríum hýalúronat. Ég er virkilega spennt að halda áfram að prófa þetta augnkrem og sjá árangurinn.
Italian Silver Design – The Beauty Glove – mini hanski.
ISI the Beauty Glove er snilldar uppfinning en hanskinn fjarlægir allan farða, líka vatnsheldan, með hjálp örtrefja og silfurþráða með því að nota bara vatn! Engin þörf er að nota augnhreinsi eða neinar hreinsigræjur til að taka farðann af. Þetta virkar get ég sagt ykkur. Ég prófaði að nota hanskann til að taka af mér augnförðun þar sem ég var með augnskugga, eyeliner og maskara og hanskinn tók allt af á svipstundu. Hanskinn er frábær til að hafa með í ferðalög og einnig ef maður er viðkvæmur fyrir augnhreinsum, þar sem aðeins þarf að nota vatn til að taka farða af. En í silfur þráðunum eru sótthreinsandi eiginleikar og þegar hanskanum er nuddað við húðina þá oxast silfrið og hleypir út jákvæðum jónum sem draga í sig óhreinindi og bakteríur.
Til þess að taka farða af með hanskanum þarf aðeins að bleyta hann með vatni og hafa hann frekar blautan. Fyrst notar maður aðra hlið hanskans, sem lítur út eins og þvottapoki, og strýkur yfir andlitið þar til að allur farði er nánast farinn af. Síðan notar maður hina hlið hanskans, sem er hvít með silfurþráðunum, til þess að taka af restina af farðanum og skrúbba húðina. Best er að þvo hanskann eftir notkun með vatni og sápu og leyfa honum að þorna fyrir næstu notkun. Hanskinn endist í um það bil hálft ár í fullri notkun, en þá er mælt með að skipta út fyrir nýjan hanska. Hanskinn sem var í boxinu var prufuhanski en hanskinn sem er til sölu er helmingi stærri.
St Tropez – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse – 50ml.
Í boxinu var einnig 50ml prufa af St. Tropez Self Tan Express brúnkfroðunni sem er æðisleg brúnkufroða sem ég hef skrifað áður um HÉR. Froðan er ein vinsælasta brúnkuvaran á markaðnum í dag og er ótrúlega auðvelt að nota hana því það koma engar rákir og hún gefur náttúrulegan og fallegan lit. Brúnkan endist einnig lengi og hún hentar öllum húðlitum, þar sem þú getur stjórnað hversu mikinn lit þú vilt. Ein klst með froðuna á gefur ljósa brúnku, 2 klst fyrir miðlungs og 3 klst fyrir dökkan lit. Tveir aðrir kostir við þessa brúnku er að hún þornar fljótt eftir að maður setur hana á og hún ilmar vel.
L‘Oreal Paris – Multimasking Play Kit – 3×10 ml
Í boxinu voru einnig þrír vinsælustu maskarnir frá L‘Oreal. Svarti maskinn er detox maski sem sogar upp óhreinindi úr húðinni, rauði maskinn er exfoliation maski sem skrúbbar húðina og græn maskinn djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana. Maður getur sett maskana á þau svæði sem þarfnast þeirra mest, ég til dæmis setti djúphreinsi maskann á T svæðið og rauða á kinnarnar. Einnig er hægt að nota aðeins einn maska í einu þar sem prufurnar eru í góðri stærð, og ættu að duga vel á allt andlitið. Ef maskarnir eru notaðir á sama tíma mæli ég með að loka möskunum vel á milli svo þeir þorni ekki upp, til dæmis með því að setja þá í plastpoka og loka vel fyrir. Ef þú vilt einnig fá kælandi áhrif á húðina er gott að stinga möskunum inn í ísskáp.
Ég bíð spennt eftir næsta beautyboxi, og er nú þegar byrjuð að reyna að fá að vita hvað leynist í því! En það kemur út í byrjun mars og ef ég væri þú myndi ég tryggja mér eintak þegar færi gefst, þar sem ég er viss um að það verði mjög spennandi vörur í því líka.
Hér er hægt svo að skoða vörurnar sem að voru í boxinu betur:
Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.
Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:
Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus