Fullkomið knús fyrir túrverkina með Popmask

Við bjóðum PopMask hjartanlega velkomið til okkar í Beautybox en það var ótrúlega gaman að kynna merkið í Bleika Beautyboxinu okkar. Big Hug er líka svo einstök vara að það er einstaklega gaman að fá tækifæri til þess að leyfa ykkur að prófa hana….. og trúið mér, þó svo þið þið séuð svo heppnar að upplifa ekki slæma túrverki – þá þurfi þið samt að prófa þessa vöru, því verum raunsæ – íslenski veturinn getur verið KALDUR!

Hvað er Big hug?

Popmask BIG HUG er sjálfhitandi plástur sem er hannaður til að róa túrverki og minnka spennu og bólgur. Þetta er einfaldlega algjör snilld – þú bara setur hann á magann eða mjóbakið og leyfir honum að vinna vinnuna sína. Hann hitar sig sjálfur upp og getur veitt þér heitan stuðning í allt að 12 klukkustundir! Já, þú last rétt – heil 12 tíma af mjúkri, hlýrri ást!

Plásturinn virkar með því að gefa frá sér hita sem hjálpar til við að slaka á vöðvunum og létta á spennu í kviðnum. Hiti er ein af bestu leiðunum til að lina túrverki því hann eykur blóðflæði og hjálpar vöðvunum að slaka á. Þú festir plásturinn einfaldlega annað hvort á buxurnar þínar eða nærbuxur þar sem verkirnir eru verstir, og áður en þú veist af fara verkirnir að minnka. Plásturinn er einstaklega þægilegur og það fer ekkert fyrir honum.

Ásamt því að aðstoða við túrverki þá er Big Hug líka sniðugur til þess að draga úr mjóbaksverkjum og vöðvabólgu. Hlýjan hjálpar til við að slaka á vöðvunum og draga úr bólgu. Hitinn róar og veitir þægilega tilfinningu sem dregur úr streitu og álagi og hann hentar líka ofur vel fyrir upptekið fólk og er hann algjör leynitrix í skíðabrekkunni, jólamarkaðsröltinu eða ef það er alltaf sjúklega kalt í vinnunni þinni!

Þannig að, næst þegar túrverkirnir banka upp á, axlirnar eru extra stífar eða kuldinn er að hrella ykkur –  gefið ykkur þetta litla „knús“ frá Popmask – því við eigum skilið að finna fyrir smá hlýju og ást þegar dagarnir eru erfiðastir!

Punkturinn yfir i-ið er svo að plásturinn er búinn til úr lífbrjótanlegum efnum svo þér er óhætt að henda honum með lífrænum úrgangi eftir notkun því hann brotnar niður sjálfur.

Við mælum svo að sjálfsögðu með því að kíkja á fleiri vörur frá Popmask því innan merkisins leynast ansi margar sniðugar vörur svo sem hitagríma sem er stórsniðug fyrir þau sem að eru með vandamál í augum, svo sem þurr augu eða bólgna tárakirtla, bóluplástrar sem að hafa slegið í gegn og jafnvel vítamín túrplástra.

Afsláttarkóðinn INSTANT gefur 20% afslátt af öllum vörunum í Bleika Beautyboxinu út desember 2024.

Vörurnar í Bleika Beautyboxinu

Fleiri vörur frá Pop Mask sem við mælum með að skoða

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *