Þegar kemur að lúxushárumhirðu er Hair Rituel by Sisley Paris nafn sem stendur fyrir gæði og árangur. Color Beautifying Hair Care Mask er engin undantekning því maskinn endurnýjar og verndar hárlitinn þinn á sama tíma og hann nærir hárið alla leið upp í hársvörð. Hér er allt sem þú þarft að vita um þessa frábæru vöru og hvers vegna hún ætti að vera hluti af hárumhirðunni þinni.
Color Beautifying hármaskinn er sérstaklega hannaður fyrir litað hár, en hann nærir og verndar hárið og hársvörðinn, allt á meðan hárliturinn þinn helst fallegri lengur. Þú þarft aðeins að hafa hann í hárinu þínu í þrjár mínútur, og liturinn endist tvöfalt lengur. Hann er fullkominn fyrir þau sem lita hárið sitt reglulega og vilja tryggja að liturinn haldi lífskrafti sínum og lit og að hárið verði ekki þurrt eða skemmt.
Color Beautifying Hair Care Mask er eins og faðmur fyrir litað hár sem er orðið þurrt eða þreytt. Hann inniheldur sérstaka blöndu af nærandi og verndandi efnum sem vinna gegn slitum og gefa hárinu mýkt, glans og sveigjanleika svo það er auðveldara að meðhöndla það.
@sisleyparisofficial Meet your new 3-minute hair routine ⏱#ColorBeautifyingHairCareMask #colorhair #colormask #hairrituelbysisley
@itshindou2 Sisley Paris gifted me this much needed color beautifying hair mask ✨👩🏽🦳🤍 #sisleyparisofficialgiftedme #complimentaryfromsisleyparisofficial #mysisleyparis @Sisley Paris #sisleyparisofficial #sisleyparis #blondehair #blonde #blondehaircare #bleachedhair #colortreatedhair #blackgirlblonde #curlyhair #hair #healthyhair #healthyblondehair
Hvernig á að nota maskann?
Það er mjög einfalt að nota hann. Eftir að þú hefur þvegið hárið, seturðu maskann í blautt hárið. Byrjaðu í endunum og nuddaðu svo maskann varlega upp í átt að rótunum. Nuddaðu maskanum í vel hársvörðinn líka en hann er hannaður til þess að næra hann líka. Leyfðu maskanum að vinna sína töfra í 3 mínútur og skolaðu hann úr. Þú ræður svo hvort þú ljúkir sturtunni með hárnæringu líka, en það er þó ekki þörf á því. Af persónulegri reynslu þá virðist hárið verða smá stamt eftir maskann, en alls ekki örvænta því leið og þú ert komin úr sturtunni og greiðir í gegnum hárið þá finnur þú hversu mjúkt það er.
Hverjum hentar hann?
Þessi maski er fullkominn fyrir alla sem vilja að litað hárið þeirra haldist fallegt, glansandi og vel nært. Ef þú ert með hár sem er þurrt eða brotnar auðveldlega eftir litun, eða missir fljótt litinn, þá er þetta maskinn sem þú vilt prófa. Ef þú vilt vera alveg viss um að liturinn endist sem lengst, þá mælum við með að skoða Revitalizing Color Perfecting Sjampóið með.
Afsláttarkóðinn INSTANT gefur 20% afslátt af öllum vörunum í Bleika Beautyboxinu út desember 2024.