Komdu og stígðu út úr þægindarammanum með okkur – og gerðu eitthvað smá öðruvísi.
Vantar þig smá búst í sjálfstraustið? Þarftu hvatningu til að hafa þig til og mæta deginum með orku og krafti?
Kristín Ágústsdóttir er sannur reynslubolti með áratuga starfsreynslu í bjútíbransanum og hefur nýlega bætt við sig starfi sem lífsþjálfi. Hún hefur brennandi ástríðu fyrir því að styrkja konur, hjálpa þeim að breyta hugarfari sínu og byggja upp sjálfstraust til að takast á við allt sem lífið hefur upp á að bjóða.
Lífsþjálfun er samtalsferli sem hjálpar þér að efla sjálfstraust, setja markmið og finna leiðir til að ná þeim. Hún snýst um að styrkja hugarfarið og gefa þér verkfæri til að takast á við lífið af meiri krafti og með auknu sjálfstrausti.
Kvöldstundin hefst á Baglietti Prosecco smökkun í boði Okkar Vín. Því næst heldur Kristín innblásna kynningu á því hvað lífsþjálfun snýst um, hvernig hún hefur umbreytt hennar eigin lífi og hvaða tól þú getur nýtt þér til að byrja að breyta þínu eigin lífi og öðlast meira sjálfstraust og hugarró.
Eftir kynninguna bjóða sérfræðingar Beautybox þér persónulega ráðgjöf í vali á snyrtivörum sem draga fram þína náttúrulegu fegurð. Að því loknu förum við saman yfir götuna, þar sem vinkonur okkar hjá Systur&Makar taka á móti ykkur í verslun sinni. Þar leiðbeina Katla og teymið hennar ykkur í vali á fatnaði sem styður við líkamsvöxtinn þinn og styrkir bæði stíl og sjálfsmynd. Þátttakendur fá 20% afslátt bæði í verslun Beautybox og Systur&Makar,
Allir sem mæta fá veglegan goodie bag og gjafabréf í 30 mínútna einkatíma í lífsþjálfun hjá Kristínu.
Hvar: Verslun Beautybox, Síðumúla 22
Hvenær: Þriðjudaginn 12. ágúst
Klukkan: 17:45–20:00
Verð: 2.000 kr
Hvað þarf að koma með: Bara góða skapið
Við hlökkum til að taka á móti þér og eiga frábæra kvöldstund saman.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.