Vörulýsing
CeraVe Smoothing Cream er sérstaklega nærandi krem sem tekur á mörgum vandamálum sem geta komið fram í húðinni eins og ójöfn áferð, þurrkublettir og mikill yfirborðsþurrkur.
Kremið nærir húðina vel án þess að þurrka hana en formúlan inniheldur bæði salisýlsýru og karbamíð sem hjálpar húðinni að fá meiri raka og gerir hana áferðafallegri.
Kremið má nota á andlit og líkama og hentar vel þurri og ójafnri húð en formúlan er sérhönnuð til að vinna á húðsjúkdómnum Keratosis Pilaris.
Varan er non comodegenic og stíflar því ekki svitaholur.
20 ml Smoothing Cleanser fylgir frítt með.
Notkunarleiðbeiningar
Hreinsir:
- Berið hreinsi á raka húðina, nuddið hreinsinum á yfirborð húðar með hringlaga hreyfingum.
- Skolið hreinsinn af með vatni.
- Hreinsinn má nota á andlit og líkama.
Krem:
- Berið kremið á vandamálasvæði þar sem er t.d. þurrkur, þurrkublettir eða ójöfn áferð.
- Mikilvægt að nota sólarvörn þar sem húðin getur orðið viðkvæm fyrir sól á meðan notkun stendur.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.