Vörulýsing
Einfaldlega nauðsyn fyrir förðunina þína! Hylur allt frá misfellum til bauga. Mjög þekjandi hyljari sem hentar öllum húðgerðum. Formúlan er vegan, ilmefnalaus og ofnæmisvottuð.
CONCEALER HIGH COVERAGE er ómissandi í hvaða snyrtitösku sem er! Þetta er fjölnota vara sem hylur ójafna húð og bauga undir augunum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá veitir hyljarinn fulla þekju og endist lengi. Það er auðvelt að bera hann á augnsvæðið með mjúkum ásetjaranum og hann veitir húðinni þinni náttúrulega og lýtalausa ásýnd! Concealer High Coverage er bæði vegan og ilmefnalaus.
Notkunarleiðbeiningar
Undir augun: Berðu hyljarann á með ásetjaranum og myndaðu öfugan þríhyrning undir augun og niður kinnarnar. Blandaðu hyljaranum betur inn í húðina með bursta, hreinum fingrum eða svampi þar til liturinn er sá sami og húðin þín.
Á ójafnri húð: Þrýstu hyljaranum létt ofan á hvert svæði og blandaðu varlega. Byrjaðu á þunnu lagi til að þekja létt og byggðu upp eftir þörfum. Fyrir endingargott matt útlit skaltu nota púður yfir. Hyljari og farði slétta húðina en fjarlægja líka náttúrulegar útlínur andlitsins. Þú getur notað sólarpúður og ljóma á kinnbeinin til að veita andlitinu aukna vídd.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.