Gosh Copenhagen
GOSH Copenhagen er danskt snyrtivörumerki og fjölskyldufyrirtæki með aðalskrifstofur og verksmiðju í Danmörku, þar sem öll framleiðsla og vöruþróun fer fram – með því geta forsvarsmenn haldið utan um gildi og stefnu fyrirtækisins.
GOSH Copenhagen eru brautryðjendur og fyrirmyndir umhverfisvænni og sjálfbærari framtíðar í snyrtivöruiðnaðinum. Án þess að gera málamiðlanir þegar kemur að gæðum, leggur GOSH sig fram um að bjóða vandaða snyrtivöru á góðu verði. Allt vöruúrvalið er “Cruelty Free” sem þýðir að ekkert af innihaldsefnum, samsetningum eða fullunnum vörum eru prófaðar á dýrum. Ásamt því fer “Vegan”, “Perfume Free” og “Allergy Cetified” úrvalið ört vaxandi.
GOSH Copenhagen tóku meðvitaða ákvörðun að leggja meiri áherslu á að mæta þróun nútímans og þörfum neytenda um allan heim. Það er óhætt að segja að það hafi skilað árangri því merkið hefur unnið til margra snyrtivöruverðlauna á “Danish Beauty Awards” þ.á.m. sem “Make-up Product of the Year” og “Influencer’s Choice” ásamt því að vera eitt eftirsóttasta merkið á markaðnum hérlendis í dag.