Vörulýsing
Stylo Lumière er ljómapenni sem eykur ljóma yfirbragðs húðarinnar. Formúlan útrýmir skuggasvæðum, frískar upp á, lýsir upp augnsvæðið og sjáanlega sléttir úr hrukkum og fínum línum. Samsetning litarefna og mjúkra fókusefna lýsa upp andlitið og felur misfelur með gegnsærri áferð. „Specular Light“-litarefni voru sérstaklega valin vegna þess hve ljómandi þau eru en þau eru sannkölluð ljóssöfnunarefni með brotstuðul nálægt því sem demantur er.
Fomúlan er auðguð húðbætandi innihaldsefnum á borð við acai, gullkveði, hafrafræ og hvíta lilju. Stylo Lumière styrkir birtu og útgeislun húðarinnar dag eftir dag sem endurspeglar æskumerki. Fínleg, fersk og létt áferðin rennur mjúklega yfir húðina og tryggir endingu. Stylo Lumière kemur í 4 ferskum og ljómandi tónum fyrir náttúrulega förðunarútkomu.
Notkunarleiðbeiningar
Snúðu pennanum efst til að fá formúlu fram í púðann og berðu svo á svæði til að fá aukna birtu eða til að lagfæra misfellur. Blandaðu með fingrum fyrir fullkomna útkomu. Hægt er að nota oft yfir daginn án þess að formúlan byggist upp á húðinni. Hægt að nota eitt og sér, sem grunn til að slétta hrukkur og fínar línur sýnilega, til að fríska upp á eða á eftir farða til að lýsa upp skuggasvæði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.