Vörulýsing
Phyto-Teint Nude er olíulaus farði sem virkar eins og önnur húð og býr yfir húðbætandi eiginleikum. Fáðu ofurnáttúrulega, ljómandi og jafna ásýnd með gegnsærri þekju. Samstundis er yfirbragð húðarinnar bætt með fíngerðri satínáferð. Áferð húðarinnar verður sléttari. Húðin verður rakafyllt og þrýstnari. Litlar misfellur verða óskarpari. Dag eftir dag verður húðin fallegri, orkumeiri og ljómandi.
„Vita-Light“-blandan hjálpar til við að efla ljóma húðarinnar og eykur orku hennar. Fljótandi, fersk og létt ferðin blandast húðinni fullkomlega. Hún færir húðinni bera tilfinningu, ógreinanlega áferð og mjög létta þekju.
Ný flokkun auðveldar val á tónum:
C: Cool: bleikir undirtónar.
N: Neutral: Blanda af bleikum og gylltum undirtónum.
W: Warm: gylltir undirtónar.
MEÐMÆLI DAMIAN GAROZZO: „Auk þess að vera ógreinanlegur á húðinni þá hefur þessi nýja kynslóð af farða ósvikna húðbætandi eiginleika sem veita húðinni fallegan ljóma. Fersk og fljótandi áferðin kemur á óvart, það er algjör unun að bera farðann á og vinna með hann.“ Damian Garozzo, förðunarfræðingur Sisley.
Notkunarleiðbeiningar
Hristu fyrir notkun. Berðu farðann á með fingurgómum eða Fluid Foundation Brush. Notaðu léttar og sléttandi hreyfingar. Byrjaðu á því að bera á miðlínu andlitsins og dreifðu svo út á við.
Ávinningur innihaldsefna
„Hydro-Booster Complex“ (örkúlur af hýalúrónsýru og konjac-fjölskykrum) viðhalda raka í húðinni fyrir þrýstnari ásýnd. „Aqua-Lock Complex“ (vatnsútdráttur mintu og plöntusykur) veitir ferskleika og tafarlausan raka. „Vita-Light Complex“ (kíví og eplaþyrniber) auka ljóma yfirbragðs húðarinnar og eykur orku húðarinnar.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.