Af hverju er hárlos algengt eftir meðgöngu? Og hvað er því til ráða.

Áður en ég deili með ykkur upplýsingum sem ég dró meðal annars upp úr grein frá Karen Elvu Smáradóttir vörumerkjastjóri Nanogen langar mig að dásama Nanogen vörurnar og segja ykkur stuttlega frá minni reynslu af þeim. Þrátt fyrir að vera ekki nýbökuð móðir þá hef ég notað Nanogen síðan að við tókum vörurnar í sölu hjá okkur fyrir næstum 2 árum síðan þrátt fyrir að vera svo lánsöm að hafa fengið að prófa ýmsar hárvörur síðan þá enda ég alltaf aftur í Nanogen. Ég er með ljóst, litað og mjög fíngert hár sem að hefur heldur betur farið í gegnum sitt. Þar á meðal oflitun og þurrk þar sem ég hef þurft að klippa mig stutthærða oftar en ég vill viðurkenna vegna þess hve slitnir og ónýtir endarnir mínir voru.

Ástæðan fyrir því hversu hrifin ég er af vörunum er einfaldlega sú að ég finn samstundis fyrir því hversu mikinn raka og hversu miklu þykkara hárið mitt virðist verða. Þrátt fyrir að vita að það tekur flestar vörur tíma að virka þá er ég aðdáandi skjótra áhrifa og þess vegna er Nanogen í uppáhaldi hjá mér því ég finn því áhrifin samstundis ásamt því að vita að vörurnar aðstoða við vaxtarferli hársins. Einnig nota ég Root Booster speyið í hvert skipti sem ég blæs á mér hárið og tek ég eftir því hversu mikla lyftu ég fæ strax í hárið. Ég viðurkenni fúslega að ég hef oftar en ekki farið heim eftir klippingu og þvegið hárið mitt sjálf því að mér finnst það eindalega bara aldrei nógu gott eins og eftir þvott með Nanogen.

Annað sem ég hef gert og mæli mjög mikið með fyrir þær sem eru með viðkvæmt hár og slitna enda er að hætta að fara í strípur og lita bara rótina. Því sannleikurinn er sá að eftir nokkur skipti af strípum eru nær allir endarnir orðnir litaðir hvort eð er og með því að halda áfram að fara í strípur þá heldur þú áfram að aflita sama hárið aftur og aftur og þannig slitnar það – eða allavega í mínu tilfelli. Þess vegna lita ég aðeins rótina í dag og finn strax mikinn mun á því. En að hárvaxtarferlinu og hárlosi á meðgöngu:

Hvernig virkar hárvaxtarferlið?

Sama hvað við gerum, hvort sem við litum á okkur hárið, klippum endana samviskusamlega eða tökum vítamínin okkar þá er ekkert sem við getum gert til að koma í veg fyrir hárvaxtarhringinn. Hárin vaxa, fara í dvala og detta af. Til að útskýra aðeins betur þá skulum við búta þetta niður, fræðiheitin eru skrifuð fyrir aftan fyrir þá sem vilja fræða sig enn betur um ferlið:

  1. Vaxtarferlið (anagen) getur enst í 2-7 ár og eru að meðaltali 90% hárana á höfðinu í vaxtarferlinu á hverri stundu. Því lengri sem þitt náttúrulega vaxtarferli er í gangi, því síðara getur hárið þitt orðið. Og því eldri sem við verðum því styttra verður vaxtarferlið okkar.
  2. Dvalarferlið (telogen) er þegar að hárið er hætt að vaxa og fer í dvala og eru um 10% af hárunum okkar í dvalarferlinu að meðaltali. Það er ekki dottið af en er heldur ekki að vaxa lengur. Góðu fréttirnar eru að þegar hárið er í dvalarferlinu eru ný hár að myndast fyrir neðan hársekkinn. Dvalarferlið getur enst í allt að 3 mánuði.
  3. Hárlos (exogen) er þegar að hárið dettur af). Á hverjum degi missum við um 50-100 hár sem er algjörlega eðlilegt enda erum við með um 100.000 hár á höfði okkar. Þetta eru hárin sem þú finnur í hárburstanum þínum eða sturtubotninum og er það algjörlega eðlilegt.

En að hárlosi á meðgöngu

Margar nýjar mæður kannast eflaust við svakalegt hárlos stuttu eftir meðgöngu eða í sumum tilfellum allt að 3 mánuðum eftir meðgöngu. Það sem gerir þetta enn sárara er að á meðgöngunni þykknar hárið og er því afskaplega leiðinlegt þegar það ástand endar svo skyndilega. Kvenlíkaminn er svo magnaður og það er margt sem að breytist á meðgöngunni og þar á meðal margfaldast kvenhormónarnir í líkamanum. Við það ferli stöðvast nær hárlos og stöðvast þau hár sem eru í dvalarferlinu þar lengur og hin halda áfram að vaxa. :Þar af leiðandi getur allt að 30% af hárinu verið í vaxtardvala í stað 10% eins og fyrir meðgöngu. Eftir meðgöngu og þegar hormónarnir fara aftur í jafnvægi verður hárlos aftur partur af ferlinu. Þar af leiðandi þykknar hárið á meðgöngu því hið eðlilega hárlos er ekki lengur til staðar og eftir meðgönguna þá fer hárlosunar ferlið í gang í mun meira daglegu magni en en fyrir meðgöngu, því öll þau hár sem voru í stöðnun halda áfram ferlinu. Ný móðir getur því verið að missa allt að 400 hár á dag í stað 50-100 eins og fyrir meðgöngu.

Allt þetta ferli er fullkomlega eðlilegt og getur það tekið 6-12 mánuði þar til að hárvaxtarhringurinn er kominn í samt form. Einnig munt þú mjög líklega taka eftir því að ný hár eru farin að myndast og er höfðið þakið „barnahárum“ eða litlum nýjum hárum eins og sjá má til dæmis á myndinni hér fyrir ofan. Ef þú hefur áhyggjur af því að þú sért að missa of mikið hár þá mælum við að sjálfsögðu alltaf með að tala við ljósmóður eða lækni til þess að athuga hvort að þú sért að fá næg vítamín.

Ágætt er að vekja athygli á því að hárlosunarferlið getur líka raskast ef þú hefur nýlega hætt á getnaðarvarnarpillunni eða annarri hormóna getnaðarvörn, við fósturlát, fóstureyðingu eða hormóna ójafnvægi.

En aftur að Nanogen og greininni hennar Karenar

Nanogen hárvörurnar innihalda virk efni sem örva og viðhalda heilbrigðum hárvexti. Flest okkar vilja þykkara hár en hárlos getur hent okkur öll og orsökin er ekki alltaf þekkt en algengt er þó að hármissi megi rekja til veikinda, mikils álags, vandamála með skjaldkirtil, lyfjameðferða og barnsburðar. Einnig skiptir miklu máli hvernig við hugsum um hárið okkar, t.d. hvernig það er þurrkað og greitt, hvort hitamótunartæki eru notuð og hvort það er litað. Góðu fréttirnar eru þó, að oftast getur hárið vaxið aftur og við tamið okkur betri hárumhirðu til að styðja við hárvöxtinn.

Nanogen hárvörurnar eru heildstæð lína sem inniheldur virk efni sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Virkni varanna hefur verið vísindalega staðfest og formúlan einkaleyfisvarin. Hárið okkar hefur ákveðinn hárvaxtarhring en um leið og eitt hár deyr byrjar annað að vaxa í þess stað. Nanogen-formúlan virkar á þrjá vegu og hefur þannig áhrif á þennan vaxtarhring.

Formúlan gefur hársekkjunum skilaboð um að örva hárvöxt þannig að:

  • Ný hár myndast hraðar og koma í stað deyjandi hára.
  • Hvert hár er lengur í vaxtarfasa sem þýðir að það lifir lengur og nær meiri sídd en ella.
  • Aukin kollagen-framleiðsla við rót hársins minnkar hárlos með bættri festu við hársvörðinn.

Til að auka hárvöxt enn betur þá mælum við með hárvaxtar seruminu

Það er fljótlegt að bera serumið í hársvörðinn og tekur aðeins nokkrar sekúndur, fullkomið fyrir uppteknar nýbakaðar mæður.

  • Vertu viss um að hárið þitt sé þurrt áður en þú berð serumið í hársvörðinn
  • Dragði ca. 1ml af serumi í pípettuna og kreistu úr henni handahófskennt í hársrótina
  • Valfrjálst: nuddaðu seruminu létt inn í hársvörðinn og leyfðu að þorna

Þar sem Nanogen hárvaxtarserumið hefur áhrif á vaxtarfasa hársins til þess að styrkja og þykkja hárið þarf að gefa því tíma til að sjá árangur. Nanogen mælir með að nota serumið daglega í þrjá mánuði samfellt til þess að sjá frábæran árangur. Hér gildir að góðir hlutir gerast hægt enda tekur tíma fyrir hár að vaxa.

Nanogen vörurnar færðu hjá okkur 🙂 – meira hér: https://beautybox.is/nanogen eða í linkunum hér fyrir neðan.

Íris Björk Reynisdóttir og Karen Elva Smáradóttir

2 thoughts on “Af hverju er hárlos algengt eftir meðgöngu? Og hvað er því til ráða.

  1. Sesselja Katrín Helgadóttir says:

    Hæhæ ég er búin að vera í sterkum lyfjameðferum en útskrifaðist í júní hárið mitt er birjað að koma en mjög lítið var að spá hvort þessar vörur gætu hjálpað mér kveðja Sesselja Katrín Helgadóttir

    • Beautybox.is says:

      Sæl Sesselja 🙂 já vörurnar aðstoða við hárvöxt og gætu því hraðað ferlinu hjá þér og styrkt hárið. Í þínu tilfelli þá mælum við líka með að ráðfæra þig við lækni og til dæmis athuga hvort ákveðin vítamín gætu aðstoðað þig enn meira. Gangi þér vel ❤️

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *