Uppáhalds beauty tipsin ykkar😊

Förðunarfræðingurinn Fanney Dóra sem að heldur úti snappinu @Fanneydorav tók þeirri áskorun að mála sig á hverjum degi 12 daga fyrir jól. Verkefnið gerir hún í samstarfi við hin ýmsu förðunarmerki eða verslanir og það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með henni. Mánudaginn 18. desember var hún í samstarfi með okkur og gerði mjög skemmtilegt glimmer look með glimmergelunum frá Glisten Cosmetics.

 Ásamt því var hún með gjafaleik þar sem hún gaf einni heppni glimmergel að eigin vali, glimmer highlighter og glimmergloss frá Glisten Cosmetics. Til þess að taka þátt í leiknum bað hún fylgjendur sína um að senda sér sín uppáhalds beauty tips. Útkoman úr því var svo skemmtileg að við fengum leyfi til þess að deila með ykkur.

Hér fyrir neðan eru uppáhalds ráðin hennar Fanney Dóru. Ráðin eru orðrétt frá fylgjendum hennar, í engri sérstakri röð og nafnlaus.

  1. „Besta Beauty tipsið er nr 1,2 og 3 að huga að húðinni, hugsa vel um hana, þrífa hana kvöld og morgna og aldrei fara að sofa með makeup.
  2. „Handsápa í föstu formi og setting sprey sem augabrúagel.“
  3. „Að nota límband til þess að gera eyeliner. Algjör snilld fyrir klaufa eins og mig sem eru rosa skjálfhentir og geta ekki gert eins báðu megin.“
  4. „Uppáhalds beauty tipsið mitt er maskari áður en maður setur gerviaugnhárin. Þetta er reyndar tips frá þér (Fanny Dóru) en besta tips sem ég hef fengið á mínum 16 ára ferli að mála mig.“
  5. „Eitt tip sem ég nota mikið er að setja smá hyljara yfir varirnar og setta með smá púðri og setja svo varalitinn og leggja svo eitt lag af klósettpappír yfir varirnar og púðra, þá endist varaliturinn miklu lengur og smitast minna.“
  6. Hita augnhárabrettarann með hárblásara áður en þú krullar augnhárin og þau haldast brett þangað til þú ferð í shower.“
  7. „Mitt beauty tip er go big or go home! Aldrei vera hrædd við að prufa nýja hluti, vera duglegur að stíga út fyrir þægindarammann og muna svo bara að æfingin skapar meistarann!“
  8. Augabrúnagel á babyhárin hefur oft bjargað mér.“
  9. „Að hugsa líka um hálsinn og bringuna í umhirðu húðarinnar.
  10. „Fix + eða annað rakasprey plús highlighter til að blind those haters! Og líka það að less is more but there are no rules doing makeup.“
  11. Nota maukaðan banana á húðina og læt vera í 20 mín, ef húðin mín er eins og sandpappír.“
  12. „Ég bleyti alltaf á mér húðina áður en ég mála mig.“
  13. „Klárlega að setja costor olíu á augabrúnir og augnhár fyrir svefninn.
  14. Ekki plokka augabrúnirnar sjálf þegar þú ert að byrja að plokka þig. Gerði þau mistök sjálf og var með tvö strik framan í mér í mörg ár.

Hver eru ykkar uppáhalds Beauty Tips ?

Okkur langar að hafa annan leik hér á blogginu og gefa glimmergel að eigin vali, glimmer highlighter að eigin vali og glimmerglossin frá Glisten Cosmetics.

Til þess að taka þátt mátt þú deila með okkur þínu uppáhalds beauty tips hér fyrir neðan í athugasemd og smella á share hér fyrir neðan😉

Við drögum út 27. desember.

Fanney Dóra er förðunarfræðingur, áhrifavaldur og kennari í Reykjavík Makeup Scool. Hún hefur meðal annars farðað fyrir Ungfrú Ísland, Reykjavík Fashion Festival, stuttmyndir og margt annað. Sèrhæfir hún sig þó aðallega í tækifærisförðunum og hefur gert það frá útskrift.

Hægt er að fylgjast með Fanney Dóru hér ♥:

Blogg – https://www.fanneydora.com/
Facebook – https://www.facebook.com/fanneydorav/
Instagram – https://www.instagram.com/fanneydora.com_/
Snapchat  – @fanneydorav

5 thoughts on “Uppáhalds beauty tipsin ykkar😊

  1. Elísabet Anna says:

    Að nota vörur með sólarvörn alla daga sama hvort það sé mikil sól eða ekki. Sólin á Íslandi er miklu sterkari en maður heldur.

  2. Veronika Teresa says:

    Að Skrúbba varirnar, setja Síðan a sig mjög goðan varasalva láta þorna síðan setja varalit þá looka þær ekki svo þurrar, hægt að sleppa varalitnum og vera bara með plumpi og moisturized varir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *