Um Lind Gjafaaskja
Gjafaaskja sem að inniheldur lind líkamssápu og lind líkamskrem
Um lind sturtusápu
lind sturtusápa hreinsar mjúklega allan líkamann ásamt því að róa skilningarvitin. Hár- og líkamssápa sem með því að næra og vernda, kemur í veg fyrir að húð og hársvörður þorni. lind sturtusápa inniheldur blöndu af handtíndum, villtum íslenskum lækningajurtum sem róa og vernda og eru tíndar í nágrenni Laugarvatns.
Villtar íslenskar jurtir
Íslenskt lindarvatn
Greipaldin
Notkunarleiðbeiningar
Berið á blauta húð/hár, nuddið þar til myndast löður og skolið. Berið lind líkamskrem á húðina á eftir til að fá silkimjúka húð. Hentar öllum húð- og hárgerðum og má nota daglega af öllum meðlimum fjölskyldunnar.
Um lind líkamskrem
Rakagefandi líkamsmjólk sem róar og sefar. Silkimjúk líkamsmjólkin nærir og verndar húðina og gerir hana raka og mjúka. lind líkamskrem inniheldur handtíndar, villtar, íslenskar jurtir frá Laugarvatni og sheasmjör sem saman verða að róandi og sefandi blöndu.
Villtar íslenskar jurtir
Íslenskt lindarvatn
Kókosolía
Greipaldin
Notkunarleiðbeiningar
Berið á hreina húð og nuddið gætilega í hringi. Hentar öllum meðlimum fjölskyldunnar og öllum húðgerðum.
Ritaðu fyrstu umsögnina um “Sóley Organics – Lind Gjafaaskja”